Hver á síðuna ?
Nafn: H.Diljá J.
Aldur: Ég er 20!
Búseta: í Grafarvogi
Skóli: Nemi í Borgó
Vinna: Sambíóin og Tapas barinn
E-mail: helga_dilja@hotmail.com
Sími: 864-7363

Favorite
Mynd: Star Wars
Matur: Kebab-Pizza
Staður: McDonald's
Dýr: Hvítur Tígur
Drykkur: Gin í Tonic
Þáttur: BLUSH :Just shoot me
Litur: Bleikur og Blár

Links
Myndaalmbúmið
Sam-vinnumyndir
Bland í Poka
80's Gyðjur
Bústaða afmælið!
Bókhlaðan!
MATARBOÐIÐ
Fyrrum Gullkorn
Bland í poka 2
SUMARIÐ 2004

Archives
Janúar'04
Febrúar'04
Mars'04
Apríl'04
Maí'04
Júní'04
Júlí'04
Ágúst'04
September'04
Október'04
Nóvember'04
Desember'04
Janúar'05
Fólkið á klakanum

Tékk it át
Atli
Beta Gyðja
Einar
Erna Gyðja
Eyrún P. Gyðja
Gyðjurnar
Hildur Gyðja
Ingibjörg Gyðja
Ingó-Felgur
Lára Gyðja
Lára á Nasa
Sigrún
Sólrún
sunnudagur, febrúar 29, 2004
Johnny Depp dömpað fyrir Sebba Hilmars ???
Já ég er doldið skotin í Stebba Hilmars, og er alvarlega að íhuga að dömpa Johnny og tékka á Stebba. En
ætli verði nokku úr því ???
En nú ætla ég að koma með smá fróðleiksmola
Lífið sníst ekki um hvort það séu sætir strákar að keppa í herra Ísland, lélegar greinar
í bleikt og blátt eða sápuóperur á stöð 1, lífið snýst um alla sem manni þykir vænt um og eru í
kringum mann. Það veit maður um leið og maður hefur einhvað misst. Og af reynslunni hef ég myndað mér
þá skoðun, eða vitneskju ??? Að þegar mér líður illa, þá reyni ég ekki að velta mér uppúr slæmu
hlutunum heldur hlakka ég bara til þegar mig hættir að líða illa og hugsa um allt sem gæti orðið þá. Og þess vegna vil ég alltaf njóta þess góða á meðan það varir og kann að sætta mig við þegar einhvað slæmt gerist.
Gleði Gleði Gleði, Gleði líf mitt er ! Lífið er samt ekki dans á rósum, en það er yndislegt samt sem áður og vona ég að allir hafi gaman að sínu lífi :) Svo þarf ég líka að segja að mér þykir afar vænt um alla sem ég þekki og ef þú ert að lesa þetta þá get ég fullyrt að mér þykir vænt um þig og þá veistu það :) Gleði Gleði Gleði.
Og ég ætla að halda uppá afmælið mitt í Júlí og skal bjóða þér !... Nánari upplýsingar um það verður barað koma í ljós seinna. OG WORLD PIECE !

|Diljá Depp|sunnudagur, febrúar 29, 2004| |

föstudagur, febrúar 27, 2004
Sifjaspell í tísku eða hvað ????

Ég horfði á alveg ótrúlega afþreyandi þátt í gær, reyndar bara með öðru auganu. Ég sagði EKKI skemmtilegan, NÉ góðan !!! Ég man ekki hvað persónurnan hétu en ég ætla að gefa þeim gælunafn svo ég geti útskýrt þetta fyrir ykkur. Þetta var nefnilega alveg merkilegur þáttur hvað sápuóperusniðið varðar

Anna = Mamman.
Lára = Dóttir þeirra Önnu og Sigga
Siggi = Kærastinn hennar Önnu og Pabbi hennar Láru
Jón = Fyrrverandi hennar Önnu, Þau eru enn að ganga frá skilnaðinum.

Anna og Jón voru gift og áttu hárgreiðslu stofu saman, en hún einhverra hluta vegna stakk af. Síðan tók hún aftur saman við fyrrverandi kærastann, hann Sigga, sem hún eignaðist Láru með. En Anna gaf Láru frá sér mjög snemma. Svo hvorki Siggi né Jón vita að Lára sé dóttir hennar Önnu.
En nú er Lára byrjuð með Jóni (sem er enn að skilja við mömmu hennar). Semsagt, Jón er með dóttur konunnar sem hann er að skilja við. Lára er semsagt að sofa hjá manni sem hefur sofið hjá mömmu hennar, Jón er sem sagt MOTHER FUCKER. Þetta veit Anna ekki.
Á hinn bóginn þá er Siggi (pabbi hennar Láru og núverandi hennar Önnu) að halda framhjá Önnu með mömmu fyrrverandi konunnar sinnar, sem hann er reyndar enn að skilja við. Í þessum þætti var hann reyndar líka að kyssa fyrrverandi konuna sína. Semsagt hann var að ríða mömmu hennar einn daginn en kyssa hana þann næsta, sem sagt Siggi er MOTHER FUCKER !!! Þetta veit Anna ekki heldur.

En það sem enginn veit nema Lára er að Lára er orðinn ólétt af Jóni, fyrrverandi kærasta mömmu sinnar.
Í þessum þætti fór Anna á fund til Jóns til að reynað ganga frá þessum skilnaðarmálum. Þau farað fletta í gegnum brúðkaupsmyndirnar og Anna fer að gráta og segir hvað henni þyki leiðinlegt að hafa farið svona illa með hann.
Hann keyrir hana heim og stoppar einhversstaðar á leiðinni fyrir framan hárgreiðslustofu sem tengist þeim á einvhern rómantískan hátt. Síðan spyr hann hana "segðu mér að þú viljir að skilnaðurinn farin í gegn, ég vil heyra þig segja það! " og hún segir ekkert þannig að þau kyssast. Ath. þegar hér er komið við sögu er Anna, Jón og Siggi öll að halda framhjá.
En pælingin er sú að ef Anna og Jón byrja aftur saman þá verður Anna bæði stjúpmamma og amma barnsins. Og jón verður Stjúpafi og Pabbi. Og það barn Sem Anna og Jón mundu eignast saman væri bæði hálfsystkini og móðursystkin barnsins. Ef þetta er ekki sifjaspell þá veit ég ekki hvað !

Ég fann þáttinn á vefnum og kom uppúr krafsinu að hann heitir Í hár saman eða Cutting it á ensku. Smellið hér til að fá frekari upplýsingar um þáttinn.


|Diljá Depp|föstudagur, febrúar 27, 2004| |

fimmtudagur, febrúar 26, 2004
Vitiði ég tek alltaf æ betur eftir því að það er bara gríðarlega mikið af sætum strákum í skólanum mínu... eða sko reyndar þá finnst mér sætir strákar ekkert rosalega sætir lengur... heldur finnst mér svona töff strákar doldið sætir !!! Já gífurlegt magn af töff gaurum... sem hafa aldrei tekið þátt í Herra Ísland... En það er mér einmitt ráðgáta einsog ég hef sagt áður hvernig gaurar einsog þessi komast að í "fegurðarsamkeppni"
En stelpur ef ykkur vantar flotta stráka .... þá skulið þið planta ykkur inn í matsal borgarholtsskóla kl 12:00 til 12:45. og athuga hvort ykkur verði einhvað ágengt....


|Diljá Depp|fimmtudagur, febrúar 26, 2004| |

þriðjudagur, febrúar 24, 2004
SKO ég var með smá pælingu ?

Af hverju er verið að keppa í greinum einsog "herra Ísland" og "Mr. Kiss" ??? Þessar keppnir eiga að flokkast undir "fegurðarsamkeppnir" en ég set það innan gæsalappa þar sem ég hef ekki greint mikla fegurð í þessum keppnum hingað til. ég kíkti á myndir af strákunum úr þessari Mr. Kiss keppni og OMG !!, Það er ekki eitt stykki myndarlegur strákur !...Og ég man ekki eftir fleirum en svona tveim sætum strákum sem hafa tekið þátt í Herra Ísland...og það var sko fyrsta árið sem hún var eða einhvað, og þá voru þeir örugglega bara sætir af því að ég var í 10.bekk eða einhvað !!! eru ekki fleiri sætir strákar á þessu landi eða ... og enn meiri pæling hérna.... Íslendingar eiga að vera falleg þjóð og allt þetta blablabla... af hverju er í annsk. er þá Herra Íslands hreinlega ómyndarlegur og óaðlaðandi,æ Sorry ásdís!!!
Og ef við ætlum ekki að missa þetta fallega orðspor þjóðarinnar þá ætti að fella niður þessa keppni eða hreinlega hafa myndarlega stráka í henni...(núna er keppnin eiginlega þannig að sá sem vinnur er Ljótur en þeir sem tapa eru ljótastir !!!) Áður en aðrar þjóðir fara að taka eftir þessu...ye minn ég á bara ekki orð.. sáuð þið síðasta hóp ? eða hópinn þar á undan ? dísus kræst !!! það mætti halda að þetta væri einhver Mr. England keppni !

|Diljá Depp|þriðjudagur, febrúar 24, 2004| |

sunnudagur, febrúar 22, 2004
A.T.H.

Ég er búin að setja inn myndirnar af eighties-gyðju djamminu sem var í gær, laugardag. Þetta var gríðarlega skemmtilegt kvöld. Við fórum allar í ógeðsdressunum niðrí bæ og gott ef að fólk var ekki farið að líta okkur hornauga stundum....Ég reyndar hefði mátt taka fleiri myndir niðrí bæ en jæja.... Þið verðið samt að afsaka myndgæðin, ég tek allar myndirnar með símanum mínum svo þær eru doldið misgóðar... en engu að síður gaman að skoða :)
Gefin voru verðlaun fyrir besta 80's dressið....Ég og Lára bárum sigur úr bítum og vorum saman í fyrsta og öðru sæti. Og fengum í verðlaun freshita jarðaberjafreyðivín til að skipta með okkur og viðurkenningu, sem vottaði það að við væri 80's gyðjur....Svo má ekki gleyma fjólubláu kórónunni !!! En hún komst aldrei niðrí bæ.
Ég nota hér með tækifærið og þakka öllum gyðjunum fyrir FRÁBÆRT kvöld.

|Diljá Depp|sunnudagur, febrúar 22, 2004| |

laugardagur, febrúar 21, 2004
Ég verð nú bara að segja frá því þegar ég fann verkefnabókina mína í frönsku áðan (hún var reyndar ekki týnd, en ég rakst á hana)....Verkefnabókin er svona græn mappa með fullt af blöðum í ...Dabbaræ... hú átti sko að vera í gluggakistunni. Glugginn hafði verið opinn... og það er búin að vera rigning og snjókoma síðastliðnu tvo daga ! Þegar ég gekk inní herbergi áðan þá sá ég græna klessu á gólfinu ? humm, hvað skyldi þetta vera ??? Og við nánari athugun reyndist þetta vera umrædd verkefnabók sem hafði fokið niður úr gluggakistunni og var nú GEGNSÓSA af vatni og það eru engar íkjur, hún lá í POLLI á gólfinu og það draup af henni þegar ég tók hana upp... og ekki nóg með það þá tók ég líka eftir að bókinni hefur tekist að eyðileggja smá blett á parketinu... ARG,gruff, úlp,hrmpf, Úakk (ég er sko með Andrésblað fyrir framan mig)

ég ætlaði að baka Súkkulaðiköku ljóta freka úlfsins og bjóða stelpunum að kíkja í kvöldkaffi í nýbakaða köku og mjólk á föstudagskveldi, þar sem við erum bara að taka því rólega og spara okkur fyrir laugardaginn...(ég veit ekki hvað þetta er með mig og að baka alltí einu ???) En nei stelpurnar allar í einvherri megrun og geta ekki leift sér svoleiðis munað. En ég bíð bara þangað til þær gefast upp og bíð þeim aftur þá ;)

Heimildaskrá :
Walt disney productions. Matreiðslubókin mín og Mikka

|Diljá Depp|laugardagur, febrúar 21, 2004| |

föstudagur, febrúar 20, 2004
Já ég fann skemmtilegt Britney-test og ætlaði að setja linkinn hér en svo kom í ljós að það er ekki hægt nema maður sé logaður inn á tiltekna síðu en í staðinn ætla ég bara að deila með ykkur mínum niðurstöðum úr testinu, ætlaðir reyndar að setja link inná niðursöðurnar en það er ekki hægt heldur....

Du har en del til felles
med Britney


Du har en del til felles med Britney Spears. Men det
ville være en stor overdrivelse å si at du er noen direkte kopi.
Og det skal du kanskje være litt glad
for?
Du har beina godt plantet på jorda, og lever ikke
livet ditt etter noen Britney-mal.


|Diljá Depp|föstudagur, febrúar 20, 2004| |

fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Fréttahorn

Já það má segja að bloggið í dag sé eins konar fréttahorn, en tekinn verður púlsinn á því sem mestu máli skiptir, þ.e. menning Rvk, Gyðjurnar og Afmælisbarn dagsins.
Já, enginn annar en Benicio Del Toro (eða Benni Naut eins og ég kalla hann) á afmæli í dag. En hann er einmitt og góðvinur kærasta míns eftir að þeir léku saman í myndinni "Fear and Loathing in Las Vegas". Alveg mögnuð mynd. En í tilefni dagsins ætla ég að setja inn link á síðuna hans.
Benni til hamingju með daginn, ef þú kíkir í heimsókn í vikunni skal ég baka handa þér brauðbollur vertu bara í bandi ;)
En hérna sit ég í eighties dressinu fyrir laugardaginn en þá ætla Gyðjurnar að hittast og gera sér glaðan dag. Við verðum sem sagt allar í eighties dressi, og hlustum á eighties lög og tjúttum ! Síðan liggur leiðin niðrí bæ, og það verða sko EKKi höfð fataskipti. Nei nei allar mætum við uppstrílaðar einsog grúppíur Wham niðrí bæ... Þannig að ef ég mundi sofa annars staðar en heima hjá mér ?? mundi ég segja "wake me up, before you go go" áður en ég færi að sofa... hahaha...
(Fyrir þá sem ekki vita þá eru Gyðjurnar "sauma"klúbbur skipaður sambíógyðjum, sumar okkar vinna þar ennþá og sumar okkar eru hættar.. en allavega skemmtilegur hópur og hittumst einu sinnum í mánuði)
En já Burger King er búið að opna, og tel ég það vera gífurlega gott fyrir íslenskt samfélag þar sem McDonalds er orðinn alveg sóðalega dýr. Loksins er komin smá samkeppni á þessum markaði. Í mínum huga eru þessir tveir staðir í sér bransa "mcdonalds burger king bransanum" og á meðan aðeins annar staðurinn er hér á landi getur hann okrað alveg géfurlega á samfélagsþegnum, en nú er komin von ! Smá samkeppni ! Við skulum bara vona að íslensku Burger King sé góður en eins og við flest vitum þá getur hann verið mjög misjafn eftir löndum !!! Bráðum verður nær óþarfi að fara til útlanda... útlöndin verða bara komin hingað!
En á næstunni má búast við lítilsháttar breytingum á síðunni og vona ég að þeim verði tekið fagnandi en það mun allt koma í ljós !

|Diljá Depp|fimmtudagur, febrúar 19, 2004| |

miðvikudagur, febrúar 18, 2004
Bleikt og Blátt og Bakarinn

Já þegar ég kom heim úr skólanum um fimm leitið í gær, þá bara alltíeinu datt mér í hug að farað baka, sem ég hef ekki gert í háa herrans tíð, eða síðan ég var svona 15. En mig langaði bara svo GRÍÐARLEGA mikið í nýbakaðar brauðbollur með miklu smjöri ! ! ! Og var ég byrjuð að baka um hálf 6, átti að mæta í vinnuna klukkan 19:20 svo ég ætlaði bara að drífa þetta af! En ég tók fljótlega eftir því að allt gerið var búið, svo ég hentist út í Bónus og keypti 3 gerbréf. Og ekki líður á löngu að ég þurfti að bæta hveitinu útí.... nei nei það var búið líka !!! Svo ég fer aðra ferðina mína útí bónus að kaupa hveiti...Þetta tafði baksturinn alveg nógu mikið svo nú varð ég að hafa hraðar hendur. Svo ég kalla í mömmu og spyr hvað 1kg hveiti séu margir dl., en hún er svo upptekin við að horfa á Dr. Phil að hún segir bara :"hringdu í Ollu sytur, hún veit það". Olla segir mér að ég verði að finna vigtina hennar mömmu sem gæti verið út í bílskúr...Ég ákvað samt að reyna að spyrja mömmu fyrst og öskra mig hása neðan úr eldhúsi að reynað ná sambandi, en allt kom fyrir ekki svo ég fór út í bílskúr, þar varð ég einskis vís ! En teygði mig eftir innanhússímanum og hringdi uppí sjónvarpshol til mömmu, sem auðvitað tók ekki síman því hún var að horfa á Dr. Phil. En litli bróðir minn tók símann. Ég sendi hann til mömmu með þau skilaboð að ég væri útí bílskúr og vildi mjög mikið vita hvað vigtin væri, HEYRIÐI, HVAÐ HALDIÐI ? Mamma svaraði "já hún gæti verið inní þvottahúsi !" og vitið menn í fyrsta skápnum sem ég opna þar er vigtin...
En útaf því að mamman mín var að horfa á Dr.Phil þá seinkaði bakstrinum svo mikið að ég varð að klára eftir vinnu! Sem sagt ég kom heim klukkan 00:00 í kærkveldi og byrjaði að baka, svo degið mundi ekki skemmast.
Svo vakna ég við það í morgun að mamma kom inn :"ertu vöknuð?, heyrðu bollurnar þínar eru rosalega góðar, ég smakkaði þær áðan, alveg yndislegar" "uh nei mamma ég er ekki vöknuð" ! En ég er allavega góður bakari !

BLEIKT OG BLÁTT :
Í fyrra skiptið sem ég fór útí Bónus, að kaupa ger, þá rek ég augun í Bleikt og Blátt og er fyrirsögn framan á blaðinu sem segir : 20 ástæður af hverju hún muni halda framhjá þér !!! ...og ég á ekki til eitt aukatekið orð, ég reyndar er ekki búin að kíkja inn í umrætt blað en ég er brjálog hlakka mikið til næst þegar ég fer í Lindasól, því þar get ég skoðað blaðið ! Það er engin lýgi að nóg er til af lauslátum kvennmönnum en það má ekki gleyma að það er líka til nóg af, humm... ég segi ekki skírlífum... en allavega siðprúðum kvennmönnum. Og mér finnst ekki vera rétt að vera að vera vekja óþarfa athygli á þessum svarta blett á okkur íslendingunum. En þó ég hafi ekki skoðað inní blaðið þá er ég nokkuð viss um að greinin tali bara um kvennmenn almennt og minnist ekki á þann hóp sem mundi ALDREI láta slíkt "koma fyrir" sig.
En svo er annað... af hverju er ekki svona dálkur til um karlmenn ??? Vegna þess að það eru jú karlmenn stjórna á svona blöðum og þeir vilja væntalega ekki vera að birta greinar sem gætu haft neikvæð áhrif á tilhugalíf þeirra og þess má nú líka geta að þó að framhjáhaldsprósenta kvenna hafi sótt í sig veðrið (í neikvæðum skilningi) undanfarin ár, þá er framhjáhaldsprósenta karla enn mun hærri !!! SAMMÁLA EÐA ÓSAMMÁLA LESENDUR ?!? það gæti líka verið gaman að heyra í einhverjum sem hefur lesið greinina !
En nú er ég farin að tala einsog einhver feministi, sem ég er ekki, svo ég læt hér við sitja !


|Diljá Depp|miðvikudagur, febrúar 18, 2004| |

sunnudagur, febrúar 15, 2004
....

Já vegna margra áskoranna hef ég ákveðið að taka útaf blogginu mínu könnunina um hvernig þessi síða er, ég held það muni líka hafa góð áhrif á sálarlíf mitt !!!
Og síðan tók Ég út könnunina um Íslenska karlmenn þar sem ég hef ákveðið að grafa stríðsöxina við þann ættbálk.....
Svo núna er síðan líka miklu snirtilegri fyrir vikið !
En ég fór að djamma eftir vinnu (eða ég helt það !!!) á laugardaginn og Beta og Gunna höfðu LOFAÐ að djamma með mér eftir vinnu... en nei nei, Beta var farin heim og ég átti að hitta Gunnu á Sólon en hún varð straumlaus... svo ég endaði bara á að keyra Einar (kærastann hennar Þóru) og vin hans heim í leiðinni....
Og vitið menn þegar ég kom heim, þá kom á daginn að húslyklarnir mínir höfðu orðið eftir heima.... og standandi þarna fyrir utan kl. ca' 6 um morgun, hringdi í bróa og í heimasímann og bankaði en allt kom fyrir ekki og ég endaði með að keyra til Nonna og fékk að gista þar ein á sófanum... samt var sko enginn heima....ARRRGGG hálf ömó kvöld... en vona að ég geti gert meira næstu helgi í staðinn !!!
En ég var líka á brother bear aftur og nú er ég hætt að segja daaaa heldur nota ég urrrrr (með svona ensku erri).....
en hvað finnst alþýðu um lýtaaðgerðaþáttinn um rut reginalds sem kemur til með að vera sýndur á öldum ljósvakans ? Var barað spá, kannski soldið sjúkt en ef maður spáir í því þá er hún ábyggilega að fá fullt af peningum er barað reyna að eiga salt í grautinn... svo veit maður ekki, kannksi er það meira svona pipar í nefið eða hvað ???



|Diljá Depp|sunnudagur, febrúar 15, 2004| |

laugardagur, febrúar 14, 2004
trúboð !!!

Já mikið erum vér öll syndug í þessum blessaða heimi.
Ég til dæmis er búin að leifa mér að vera alveg óheirilega dónaleg og LEIÐINLEG undanfarna tvo daga og megi almáttugur guð fyrirgefa mér fyrir það þegar ég stend fyrir framan hásæti hans í framtíðinni.
En já ég er, nei VAR , doldið pirruð yfir því að komast ekki á skemmtilegasta viðburð ársins, sem ég mundi glöð skipta út fyrir áramótin, en það er þorrablót á Lýsuhóli (á Snæfellsnesi). En svo var ég barað átta mig... Mikið afskaplega hlýt ég að vera shallow og vitlaus ef ég held að það komi bara heimsendir þegar ég missi af einu þorrablóti. Og ef ég ætti að vera langdregin þá ætti ég ekki einu sinna að fara á slíkar samkomur þar sem þær eru í rauninni leifar fornrar hefðar sem var þá til að heiðra æsina, og þar með andstætt mínum kristnu hefðum.
BETA ég biðst hér með opinberlega afsökunar á skaplyndi mínu undanfarna daga og Íslenskir karlmenn ég verð líka að byðja ykkur að fyrirgefa hvað ég hef gefið ykkur hrikalega vont orð undanfarna mánuði eða ár ?!?. Það er nú einu sinni Valentínusardagurinn og tími kominn til að grafa stríðsöxina.
Svo í aðra sálma... þó ekki svo mikið aðra...

Aggi þegar við vorum á kaffihúsinu og þú varst einhvað að véfengja þekkingu mína á heilagri ritningu þá kemur svarið hér.
Heilög ritning segir í Matteus 5:27,28 : þér hafið heyrt að sagt var: , Þú skalt ekki drýgja hór. En ég segi yður : Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með hjarta sínu.
En þarna í Matteusi eru einmitt margir kaflar sem taka að sér að útskýra boðorðin 10 frekar, og margir hverjir mjög athyglisverðir. Þannig að samkvæmt biblíunni er hvers konar ástarsamband utan hjónabands HÓR. Og hafðu það !!!

En jæja samkvæmt biblíunni er líka rangt að setja fólk í dýrðlingatölu, og hversu rangt er þá að halda Valentínusardaginn hátíðlegann til heiðurs heilögum Valentínusi ??? Þannig að kannski er ég komin í smá þversögn hérna.. en það verður að hafa það ég meikaði allavega pointið mitt !!!!

|Diljá Depp|laugardagur, febrúar 14, 2004| |

föstudagur, febrúar 13, 2004
Vegamót á fimmtudegi !

Já við skruppum á Vegamót... ætluðum víst að vera alveg þó nokkur en annað kom á daginn. Sem sagt Aggi, Beta, Ég og Sigrún (ath. í stafrófrsröð) kíktum saman og þetta var bara notalegasta kvöld... sem hefur þó vakið upp full mikið af vangaveltum. Vangaveltur og vangaveltur á vangaveltur ofan... ég bara get ekki hætt. Og vangavelturnar ná alveg frá matseðli domino's og til boðskapar biblíunna og dekka allt þar á milli.. ég hef skoðun á öllu!!! en sko ég er alls ekki að segja að það sé gott !!! Hann Pétur S. Tafjörd mundi ábyggilega vera sammála mér þar... en hann gengi þó aðeins lengra og segði að ég ætti ekki að hugsa yfir höfuð... og OMG ég mundi sleppa því ef ég gæti en ég er bara greinilega alltof bright ?!?!?
(rödd í fjarska : "sitt sýnist hverjum...")
En jæja ég ætla bara að sofa á þessu öllu saman ! ! ! Natta !

|Diljá Depp|föstudagur, febrúar 13, 2004| |

miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Æji nú er ég loksins búin að finna mér lúkk sem mér líst á, samt var eitt annað sem ég er doldið heit fyrir, og nota það kannski þegar ég fæ leið á þessu....
Svo þarf barað fá restina af vinahópnum til að byrjað blogga !!! Pétur T.D !

Ég verð að viðurkenna að ég sakna dúnkoddans míns alveg óskaplega, farin að naga á mér neglurnar og það er nú ljóti ósiðurinn....
En ég átti alveg eftir að ég segja frá því þegar ég ætlaði að hringja í Einar Þór sem er að vinna með mér og biðjann að koma með mér í bíó en hringdi í vitlausan Einar... Ég var ekkert að taka eftir því að ég var að tala við einhvern annan og skildi ekki hvað hann ætlaði að rökræða þetta...
það runnu samt á mig tvær grímur þegar hann sagðist vera Einar vinur hans Bjarna bróður.... úpsa....


|Diljá Depp|miðvikudagur, febrúar 11, 2004| |

mánudagur, febrúar 09, 2004
ARRRGGG

Laugardagskvöldið var nú meiri snilldin... það var ótrúlega gaman, ég var svo skemmtilega drukkin að það nær varla átt.... ég veit ekki hvað öðrum fannst en mér fannst ég vera geðveikt skemmtileg...
og ég verð bara að segja eitt :

Gunni : Ég elska þig !
Siggi : Ég elska þig !
Sízli : Ég elska þig !


Þið eruð skemmtilegustu strákar sem ég veit.... og óvitlausir líka.... annað en flestir kynbræður ykkar
En ég var að deyja úr þynnku í gær í vinnunni... það var dauði... og sko í dag er ég að DEYJA úr verkjum... bara get varla staðið upp né sest því bakið er svo vont....og hægra hnéð er lika einhverri köku og vinstri höndin.... ætli það sé ekki kominn tími til að ég skelli mér aftur í meðferð !!!
Æji gleði gleði....nú er ég alveg orðin djammsjúk "aftur" !!!


|Diljá Depp|mánudagur, febrúar 09, 2004| |

föstudagur, febrúar 06, 2004
mánudagar eru greinilega ekki einungis til mæðu heldur föstudagar líka. Þá er styrsti skóladagurinn og ég er aðeins í 3 fögum á föstudögum... og hvaða líkur eru á því að það sé próf í tveim af þessum fögum akkúrat sama föstudaginn? Jú það var próf í félagsfræði og sálfræði í dag og ég lærði bara fyrir sálfræði sem var miklu meira efni og gekk þar af leiðandi ekkert svakalega í félagsfræðiprófinu en svo var sálfræðiprófið doldið erfitt þannig að mér gekk ekkert svakalega þar heldur ! Oh mig vantar pep talk hérna!!!!! En ég ætla barað farað vinna í þunglyndi mínu og vona að þar sé ekki skæruliði úr hersveitum "illskeytta ættbálksins í norðri" og ég lifi daginn af.. ef ég er svo heppin ætla ég í sund eftir vinnu ...BIG TIME !!!! og kannski einn bjór með... hvernig væri það svona í blíðviðrinu á föstudegi !! Vill einhver koma með ???????????

|Diljá Depp|föstudagur, febrúar 06, 2004| |

fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Hæ vitiði ég fékk þessa líka snilldarhugmynd.... Þarft þú að hella úr skálum reiðinnar ? þá geturu sent honum Pétri Tafjörd sáluhjálpara e-mail, ég setti það í link hérna neðst á síðunni !.....
Oh og vitiði ég er að verða brjál á honum Flóka ! Búin að ráðast einusinni á eyrað á mér og núna hefur hann hafist handa við að reyna að skemma bolinn minn !!!! Illgfyglið ! Já svo nagar hann hárið á mér líka.
... En ég fór í bræðiskasti í gær niður í landsímann og keypti mér bara nýjan síma.. veit ekki alveg hvort ég eigi að hlæja eða gráta... Svo nú er aldrei að vita nema ég taki einvherjar myndir (með nýja símanum) af vinum og kunningjum og setji hérna á síðuna, sem er bytheway soldið ljót og leiðinleg... svo ég er að spá í að skipta við fyrsta tækifæri.......

|Diljá Depp|fimmtudagur, febrúar 05, 2004| |

þriðjudagur, febrúar 03, 2004
SÁÐMAÐURINN

oh vitiði hvað.... Ég var í rosa góðum banka sem heitir, nei HÉT Búnaðarbankinn og ég er í öngum mínum yfir því að framvegis þegar ég fæ mér nýtt depet-kort þá verður gamla góða logoið horfið... Já ég sakna sáðmannsins gífurlega og legg til að við sameinumst í baráttu um að fá gamla logoið aftur... Kaupþing Búnaðarbanki ... my ass, það þarf meira en tvær bláar kúlur til að tákna svo göfugmannlega stofnun... Á meðan það er enginn sáðmaður er Búnaðarbankinn dauður fyrir mér... og vitið þið hvað ... Hvaða hálfviti var það sem datt í huga að seljann fyrir það fyrsta. Ég var ekki spurð um það hvort ég samþykkti að fjármál mín yrðu sett í annara manna hendur. Og hvað ef ég vil það ekki ? já nú er ég brjál. Sameinumst og fáum sáðmanninn aftur til starfa í íslensku þjóðfélagi !!!!! Og ég býð jafnvel frumstæða ættbálknum í norðri að vera með í þeirri sameiningu því nú duga engin vettlingatök !!!!!



|Diljá Depp|þriðjudagur, febrúar 03, 2004| |

mánudagur, febrúar 02, 2004
Mánudagar til mæðu

Eru orð með sönnu eða einsog hún Beta vinkona orðaði það "bloody monday".

nýr ættbálkur hefur risið í norðri. Hefur reindar verið til um nokkurt skeið en hefur dregið að sér meiri athygli að undanförnu. Ættbálkurinn er þekktur fyrir harðræði og meinlæti. Og virðast kappar þessa floks fylgja lögum sem gefa Hammúrabí heitnum ekkert eftir. í ættbálknum virðist ekki vera neinn ákveðinn konungur né heldur keisari eða faraó. Stjórnleysi hefur gert vart við sig og allt lítur út fyrir að uppreisn sé í gangi en umheimurinn hefur mjög takmarkaða vitneskju um ættbálkinn. Einstaklingar í ættbálknum hafa "strækað" víða og skilið margan manninn eftir illa farinn. Meðlimirnir vita samt hvernig nútímasamfélag virkar og leynast á hverju götuhorni. Já lesandi góður ég mundi hugsa mig tvisvar um áður en þú ætlar aftur yfir gangbraut, í skólann eða já bara útí garð. Ættbálkurinn beytir frumstæðum aðferðum og það er það sem virðist blekkja almúgann. Það er bara eitt sem ég vil segja almúganum á þessu stigi uppreisnarinnar : verið á verði.
Ég átti eftir að segja nafn flokksins. Þeir kalla sig Íslenska Karlmenn og búa á litlu landi sem heitir Ísland. Stórhættulegt lið og virðist sjaldnast hafa hugmynd um það sem það er að láta útúr sér..

Heyrðu ég lenti nú heldur betur í sjokki þegar ég mætti vinnuna í dag... en ég er eiginlega ennþá hálf sjokkeruð, þannig að ég ætla ekki að blogga um það strax....

Salka Valka, alveg mögnuð bók vona ég, þar sem ég þarf a lesa hana í alla nótt eða allavega þangað til ég verð búin með hana.... má ekki farað fá einkunnir undir 8 það væri disaster...... Svo er Sálfræðipróf á föstudaginn og ég verð að byrja að læra fyrir það ekki seinna en á morgun... svo ég er upptekin í próf-og verkefnalestri þangað til á föstudaginn ... en ef þá langar mig að fara í bíó og sjá "Big Fish", eða "along came polly" , því ég er eiginlega búin að sjá flestar hinar held líka að Big Fish sé alveg mögnuð.... Evan McGregor er altaf jafn sætur ......

En ég ætla að drífa mig í bili... skrifið mér comment.... eða einhvað ... hann Bjarni brói er að verða vitlaus... hefur enn einu sinni ákveðið að fá tölvuna mína lánaða til að spila tölvuleiki við júlla og co'...ha de

|Diljá Depp|mánudagur, febrúar 02, 2004| |

sunnudagur, febrúar 01, 2004
Barað blogga blogga blogga blogga blogga

|Diljá Depp|sunnudagur, febrúar 01, 2004| |


Svakaleg helgi

Já helgin var skrautleg, og þó nokkuð hefðbundin. Á föstudaginn kíkti ég á menninguna í 101. Fór samferða Margréti frænku niður í bæ, til móts við þær Betu (Gyðju) og Louisu. Margrét reyndist vera lítill drykkjumaður þetta kvöld og var búin að stinga af heim um klukkann þrjú... fíff.
En jú það kenndi ýmissa grasa, Ingibjörg (Gyðja) var alveg brjáluð útí Henning yfirdyravörð á Felix, einhvað leiðindarmál þar og Lára (Gyðja) var brjáluð útí Einar "kringlubíó" dyravörð á Sólon því hann vildi ekki hleypa henni inn, sérstaklega eftir að ég kallaði "nei lára" til að heilsa henni og uppljóstraði þar með hennar raunverulega og of unga nafn.... Sorrý Lára ????

Ég, Beta og Louisa hittum svo allt Nasaliðið á Felix, eða mér skillst það allavega.....
Og stuttu seinna lenti ég í að einhver játaði mér ást sína eða í raun fyrrum ást sína.... elti mig útum allt, og endurtók hvað eftir annað "ég elskaði þig Diljá, í alvöru, ég gerði það, ég elskaði þig", Ég þekki viðkomandi sama og ekkert og hef aldrei þekkt.... vorum í rimaskóla á sama tíma og svo ekki meir. og þ.a.l. dróg ég þá ályktun að viðkomandi væri í andlegu ójafnvægi og mætti jafnvel leita sér hjálpar !!

Eftir Felix röltum við uppá Sólon eftir einn hring á Nelly's (þa' nú meiri sóðabúllan) og rakst ég þar á hann Dóra hóra, ég held að nafngiftin segi allt sem þarf.... Þar gáfust stelpurnar líka upp á skemmtanalífinu og ákváðu að stinga af svo ég neiddist til að fara heim líka...og fékk hann Inga grindó til að skutla mér....

SMÁAUGLÝSING : ÉG Á ENGA VINI SEM ENDAST JAFNLENGI OG ÉG Á DJAMMINU. SVO ÉG ÓSKA EFTIR NÝJUM !!! EÐA NÁMSKEIÐI FYRIR ÞÁ GÖMLU !!! BARA ALLT SEM VIRKAR. ÁHUGASAMIR HAFIÐ SAMBAND.

Svo á laugardeginu kíktum við í bíó með Einari bíópeyja, keyrðum alla leiðina til keflavíkur til að sjá Paycheck í sambíói... og vitið menn hún var bara ágæt.... En á leiðinni heim varð mér á að minnast á ákveðið atvik sem átti sér stað í heiðmerkurferðinni og Einar varð alveg brjál og alveg bara þangað til við fórum... satt best að segja veit ég ekki hversu lengi hann var reiður og gæti jafnvel verið reiður í þessum rituðu orðum.... ???? Einar, sorrý !

Alveg er þetta magnað !!!



|Diljá Depp|sunnudagur, febrúar 01, 2004| |



HUNK
Hunk allra Hunka !!!
Hunk-inn að þessu sinni hefur oft verið kallaður
"the sexiest man alive" og ber þann titil með rentu.
Hann hefur leikið í samtals 37 myndum og þess má til gamans
geta að hann lék í fyrstu myndinni sama ár og ég fæddist (1984)
Hann hefur hlotið 25 tilnefningar til alskonar verðlauna m.a.
Oscar, Golden Globe og Bafta film Award og á Hollywood film festival
2003 var hann verðlaunaður sem "Actor of the year".

Þó hann sé mest þekktur fyrir leiklistina hefur hann fengist við
ýmislegt annað s.s.fyrirsætustörf fyrir H&M,spilað á gítar í Oasis lagi,
og leikstýrt tónlistarmyndböndum. Já honum er margt til lista lagt
og það er ekki nóg með að hann sé alveg ótrúlega hæfileikaríkur og
good lúkking heldur er hann líka kærastinn minn fyrir þá sem ekki vita.
Hann á einmitt 41 árs afmæli núna 9. júni (miðvikudagur) og aldrei að vita
nema hann verði á landinu og maður hafi einhvað smá gigg í tilefni dagsins.

Kíkið á fyrrum "hunk" HÉR