ÉG KANN EKKI AÐ SKIPTA UM ÁRANS LAGIÐ
Nei ég hef ekki verið dugleg að blogga... (enda ekki haft mikið að segja)
En jú ég er búin að taka doldið á því á djamminu (að mér skilst...)
Það var þarna Eurovision helgin og helgin þar á eftir sem var síðasta helgi ??? var það ekki ??? Ég held ég sé komið með einhverja króníska gleymskusíki sem kemur oftast fram undir miklum áhrif áfengis... Jú ég man eftir... Nei ég man það ekki...
Jú ég fór í stúdentaveislu á föstudaginn fyrir viku, en stuttu eftir að ég mætti þangað þá hvarf kvöldið inn í einhvað mistur og ég rannkaði við mér daginn eftir heima hjá ömmu frænku minnar !!! Laugardagurinn var svipaður...Ég þarf reyndar að hugsa mig vel um áður en mér tekst að rifja uppp hvar ég var í fyrir partyinu sem var..humm...loading...loading...loading...loading...loading...loading...loading... Já í afmæli hjá honum Einari kærastanum hennar Þóru... stemmari ? Jú ég held það... síðan voru tvö eftirpartý í Breiðholti (en ég lét bara sjá mig í öðru þeirra) þar sem ég þreytti drykkjuáskorun við víraða gaurinn og gekk ekki mikið... Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um hvar ég var eða hvernar mega alveg skilja eftir komment því það væri gaman að frétta einhvað að því... Ég reyndar var alveg viss um að helgin hafði verið
GEÐVEIK þangað til ég fór að rifja hana upp ... Ég mundi bara ekki rass... (við erum að tala um allavega 10 klst. sem eru bara horfnar !!!)
Vaka, það er spurning um hvort ég þiggji boðið á AA - Hvenær ertu laus ?
NÆSTA HELGI : Ég er að vinna á Tapas alla helgina þannig að ég get ekki tjúttað mikið...en það er alltaf spurning með sunnudagskvöldið, er einhver til þá ???
|Diljá Depp|föstudagur, maí 28, 2004| |
miðvikudagur, maí 19, 2004
Ég held ég gangi heim, held ég gangi heim (MEÐ BÍLINN)
DEM FOKK SJITT* -
ATH Ég er ekki að grínast og ekki að ljúga !!!
1)Ég var að koma úr bíó og Konni var svo vænn að gefa mér start svo ég kæmist nú heim... (er á bílnum hans bróður míns, með ónýtan geymi fyrir þá sem ekki vita)
2)Bíllinn byrjaði að hiksta við rauðavatn sökum bensínskorts...(og við erum að tala um að klukkan er meira en 1 !!!)
3)Bíllinn meikaði það nú inn í Grafarvoginn samt(sökum einstakra aksturshæfileikra minna...) en gaf alveg endalega upp öndina þegar ég var nýkomin inn í engjahverfið !!!
4) Ég ÝTTI BÍLNUM HEIM, fyrst frá laufengi og að reyrengisbrekkunni þar sem hann rann ljúfur niður alla brekkuna og ég hélt nú að þá væri ég seif og hann mundi ná að renna alveg upp að húsinu... en NEI ... Ég þurfti aftur að ýta honum inn götuna og leggja honum stæði... og ég get alveg sagt ykkur að það er ekki létt að ýta bílnum og beygja honum EIN !!!
DEM FOKK SJITT !!! (TAKK PÉTUR FYRIR FRASANN)... Segi einhver svo að ég kunni ekki að bjarga mér !!!
Ég á samt alveg einhvern pening, bara einfaldlega nennti ekki að setja bensín á hann...og svo þegar ég fattaði að ég væri að verða bensínlaus þá...taraaaa... var peningurinn minn heima... VEI !!!
P.S
Sumt getur BARA KOMIÐ FYRIR MIG !!! (ekki einu sinni Hildi og Atla)
|Diljá Depp|miðvikudagur, maí 19, 2004| |
EUROVISION...
Við fáum ekki að taka þátt á næsta ári !!! Ég hef ákveðið að gráta mig í svefn !!!
Ok-lagið mátti alveg vera betra en mér fannst það samt alveg fínt, það var allavega miklu betra en mörg lög í þessari keppni og alveg sanngjarnt að við hefðum fengið fleiri stig. Ég vil kenna Svíum um þessi gríðarlegu mistök...en þeir gáfu okkur ekki nema 2 stig !!! Gísli Marteinn var ekki alveg ánægður með þetta en hann fór alveg á kostum sem Eurovision þulur...sérstaklega þegar hann var að tala um feita dansarann sem "hlunkast" þarna yfir sviðið.
Föstudagur: (sóðalegt)fyrirpartý - djammið 101 - eftirpartý - afréttari
Laugardagur: matarboð - afmæli - djammið 101 - eftirpartý - afréttari
Helgin var ekkert frábær en samt ekkert slæm... 101 var ekkert að gera góða hluti, föstudaginn voru eiginlega of fáir að djamma... og á laugardaginn alltof margir... DEM FOKK SHIT ...Ég stóðst þá áskorun að meika niðrí bæ báða dagana með glæsibrag...Meikaði sko bæinn og gott betur en það ...
Það hefur eiginlega ekkert runnið alveg af mér síðan kl. þrjú á föstudaginn og fæ ég örugglega að finna fyrir því á morgun...VEI !!!
Þakka öllum sem létu sjá sig í Eurovision gleði 101 fyrir skítsæmilegt djamm !!!
|Diljá Depp|mánudagur, maí 17, 2004| |
fimmtudagur, maí 13, 2004
Þarna verð ég
Grein í Fréttablaðinu greindi frá eftirfarandi :
Það verður geggjað stuð í Eurovisionpartíi Páls Óskars Hjálmtýssonar á NASA alveg óháð því hvernig Jónsa gengur á sviðinu í Tyrklandi. Páll Óskar blæs til mikillar veislu sem stendur langt fram á Eurovisionnóttina. Hann verður sjálfur plötusnúður og segist ætla að leggja ríka áherslu á Eurovisionlög sem og létta klassíska partítónlist. Meðal þeirra sem stíga á svið og taka lögin sín eru Birgitta Haukdal, Stjórnin og Stebbi & Eyfi. Sissa kíkir einnig í heimsókn og tekur ?Nei eða já? með Siggu Beinteins. Best geymda leyndarmál kvöldsins er þó Selma Björnsdóttir sem flytu lag sitt All Out of Luck, en Selma féll sem kunnugt er orðið frá ferð sinni til Tyrklands á síðustu stundu vegna þátttöku í Rómeó og Júlíu og verður því stödd á landinu sjálft keppniskvöldið. Það er því einvalakeppnislið sem tekur lagið á Nasa nú á laugardag undir stjórn Páls Óskars. Miðaverð er 1.500 kr fyrir herra en einungis 1.000 kr. fyrir dömur. Húsið opnar kl. 23 og dunar dansinn fram eftir nóttu.
Ég skora á alla að mæta enda vel við hæfi að mæta í Eurovision partý á Eurovision... Ja þarna verð ég allavega... En hversu lengi er spurning... sumir vilja meirað segja meina að það sé spurning hvort ég komist alla leið niðrí bæ... En jú ég hef fengið viðukenningu fyrir að vera dugleg að djamma og lofa því að ég verð í essinu mínu þetta kvöldið
|Diljá Depp|fimmtudagur, maí 13, 2004| |
miðvikudagur, maí 12, 2004
MAÐUR GETUR EKKI ALLTAF VERIÐ SVONA TÖFF
Það verður að segjast einsog er...Það er erfitt að vera
svona töff alla daga !!!
|Diljá Depp|miðvikudagur, maí 12, 2004| |
Það er allt að gerast !!!
Fyrir utan það að það er Eurovisin um helgina þá er ýmislegt fleira i gangi...
Eyrún Pétursdóttir er farina að blogga,
Gyðjurnar eru komnar með blogg og ég er komin með tónlist á síðuna mína... Ég fann einhverja síðu með þessu lagi og hef enn ekki komist nógu langt til að setja annað lag í staðinn (nota sem sagt stillingarnar)... Þetta er samt alveg ágætt lag svosem en full rólegt fyrir mig...En það besta er að ef að þú, lesandi góður, fílar ekki lagið sem ég vel þá geturu einfaldlega farið að eins neðar á síðuna og stoppað lagið. Rétt fyri neðan Hunk-inn er svoleiðis dót ...
En ég kveð að sinni og hlakka til að sjá þig á Eurovision !
3 DAGAR TIL EUROVISION
|Diljá Depp|miðvikudagur, maí 12, 2004| |
Ert þú ljótur ?
Ég hef kynnst ansi mörgum myndarlegum peyjum í gegnum tíðina (Pétur ég er ekki að tala um þig !), og reynslan hefur kennt mér að
sætir strákar eru ljótir að innan !. Þessi kenning nær meirað segja yfir suma bræður mína...
Og þess vegna óska ég eftir ljótum strák takk ! Það er nú samt ekki nóg að vera ljótur !!! í staðinn koma aðrar kröfur... Viðkomandi VERÐUR ; að æfa fótbolta, vera flottur kroppur, að vera duglegur að djamma...(samt ekki of = bannað að vera dópisti), að vera mjög afþreyjandi og búa í RVK. Hann má EKKI vera ; Starfsmaður McDonald's, aðdáandi Korn eða Rammstein, búinn að þiggja þjónustu vændiskonu (Jæja Pétur, þú ert út !), vera útlenskur, vera skoppari, vera vinur hans Bjarna (og þó ???), vera hórkall, og síðast en ekki síst má ekki vera klámmyndaleikari .
Ef þú passar við lýsinguna hér að ofan þá geturu skilað inn umsókn í kommenta-kerfið hér að neðan.
P.s. það er samt bannað að vera ljótur-ljótur....Þarf að vera meira svona fallega ljótur.
|Diljá Depp|sunnudagur, maí 09, 2004| |
laugardagur, maí 08, 2004
EUROVISION ER EFTIR VIKU
Og í tilefni að því er ég að spá í að fá mér einn sex on the beach, nettan í kaffitímanum.
Og í tilefni að því ætla ég að setja Heaven á Kanntinn og Textann af Gleðibankanum hér eftirfarandi en síðan þegar enn nær dregur Eurovision er Nína væntanleg svo ég segi bara einsog í útlöndum "stay tuned"
Gleðibankinn
Am D Am
Tíminn líður hratt á gervihnatta öld
D Am
Hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld
F C
Ertu stundum hugsandi yfir öllum gulu miðunum
F Am
Þú tekur kannski of mikið út úr Gleðibankan um
Am D Am
Hertu upp huga þinn, hnýttu allt í hnút
D Am
Leggur ekkert inn, tekur bara út
F C
Syndir þínar sem þú aldrei drýgðir sitja í þankanum
F E
Óútleystur tékki í Gleðibankan um
A
Þú skalt syngja lítið lag
D
Um lífsgleðina sjálfa í brjósti þér
A7 D
Og láttu heyra að þú eigir litið gleði hús
A D
Kósí lítið lag, sem gæti gripið mig og hvern sem er
A7 D
Þú leggur ekki in í Gleðibankann tóman plús
|Diljá Depp|laugardagur, maí 08, 2004| |
fimmtudagur, maí 06, 2004
Ég er að spá í að fara bara til Noregs að vinna í sumar. Þar er vinna í boði á veitingastað á flottum launum og ég mundi líka borga voða lítið í skatt því ég fæ bara svona bráðabirgðakennitölu og "3 mánaða dvöl" díl. Ég held það gæti orðið gífurlega skemmtilegt. Og nú spyr ég er einhver sem vill koma með mér ? Þetta væri vinna frá 15. júní til ágústloka.. passlegt fyrir skólann. Ég fær alveg fiðring i magann. Þá er bara að selja bílinn og smeygja mér út. Það yrði reddað fyrir mig húsnæði áður en ég færi út og síðan myndi ég strax byrja að vinna og þessvegna engin vandamál með húsaleigu eða annað.
Við erum að tala um kannski 20.000 norskar á mánuði. 20.000.- NKR = 217.480.- Ísl Kr = Fín laun !
Mig langar ekki mikið að fara ein út því þetta er í bæ þar sem ég þekki engan...
HVER VILL KOMA MEÐ ?
|Diljá Depp|fimmtudagur, maí 06, 2004| |
miðvikudagur, maí 05, 2004
Myndirnar eru komnar
Kunnugir vita að Beta lætur myndavelasímann minn sjaldnast vera og þarf stöðugt að vera að taka myndir. og svo vill hún að öll vitleysan sé sett á netið. Nú var ég að enda við að tæma myndir úr símanum mínum og upload-a á netið. Það voru ófáar myndir sem ég þurfti samt að henda...sem voru þá full ó-interesting... Samt skildi ég einhverjar myndir eftir.
En Beta, fólki finnst ekki gaman að skoða myndir af sömu bílaklukkunni á mismunandi tíma ! En jú þarna kennir ýmissa grasa, þetta eru myndir alveg síðan fyrir páska. María Hrund, bíóferð, heimsókn til Betu, heimilisfuglinn, bróðir minn, sem býr í noregi,
staffadjamm Nasa(fáar samt), spilakvöld hjá Nonna, Djammið síðasta mánuð og
tattúið mitt... Myndirnar er að finna í myndaalmbúminu undir "bland í poka 2" ...
9 dagar til Eurovision
|Diljá Depp|miðvikudagur, maí 05, 2004| |
þriðjudagur, maí 04, 2004
Lebowski
Ég fann þetta próf á síðunni hjá honum
Villa sem er að vinna með mér á Nasa...
According to the "Which Big Lebowski character are you?" quiz:
Why don't you check it out? Or we cut of your Johnson!
Ég reyndar hef ekki kynnt mér myndir Lebowski nógu mikið en heiti því að tjékka betur á myndunum hans strax eftir próf...(ég kíki sem sagt á einhverja þeirra í þynkunni...)
|Diljá Depp|þriðjudagur, maí 04, 2004| |
Ég kíkti í skemmtigarðinn áðan (Á.T.V.R.). Þar var ýmislegt í gangi, verðlækkun á Malibu lime og ég veit ekki hvað og hvað... Ef það er einhvað sem kemst nálægt því að vera jafn skemmtilegt og Eurovision þá er það eitt stykki salíbuna í ríkið. Ég gekk inn og skömmu síðar arkaði ég út með bros á vör og í pokanum var eftirfarandi :
Peach líkjör (700 ml)
Vodka peli
Gordons Gin peli
Passoa stór
Malibu stór (venjuleg)
Bols blue
Santero Moscato (freyðivín)
Ég er sem sagt drekk hlaðin núna... Ég ákvað bara að skella mér strax til að vera bara búin að redda þessu og ekkert vesen á síðustu stundu... Það skal sko ekkert klikka !!!
Ég hlakka til að hitt ykkur öll í bænum 14. og 15. það verður alveg hreint magað !!!
Þangað til næst bið ég ykkur um að læra þennan lagstúf utanað-þ.e.a.s. þeir fáu sem ekki kunna hann nú þegar. Því það gæti verið gaman að taka lagið einhverntímann við tækifæri...jafnvel fyrstu helgina í júlí ?
Det var brændevin í flasken da vi kom,
det var brændevin í flasken da vi kom
Men da vi gik, så var den tom.
Det var brændevin í flasken da vi kom.
Syng så jah, jah, jibbi, jibbi jah,
syng så jah, jah, jibbi, jibbi jah.
Men da vi gik så var den tom.
Det var brændevin i flasken da vi kom.
Du må ha'mit gamle cykel når jeg dør
du må ha'mit gamle cykel når jeg dør.
For den sidste kilometer, jeg går med Sankti Peter.
Du må ha'mit gamle cykel når jeg dør.
Lagið heild er að finna
hér
|Diljá Depp|mánudagur, maí 03, 2004| |
laugardagur, maí 01, 2004
1.sta helgin í Júlí er Heit
já ég er ekki fyrr búin að hoppa af kæti yfir að Eurovision er í nánd þegar ég fer að huga að næsta RISADJAMMI. já það er Fyrsta helgin í júlí. Hún er eldheit. Ég var bara að vellta fyrir mér hvert straumurinn verður þetta árið, til að vera undir allt búin sko. Núna má ekkert klikka. En í fyrra kom það í ljós þegar við vorum búin að tjasla stöngunum í tjaldið að bróðir minn sem hafði síðast brúkað 30.000. kr tjaldið mitt hafði gleymt að pakka hælunum. Við sváfum í bílnum !!! En að þessu sinni verður nóg af hælum. Tjaldið er nokkuð stórt, alveg pláss fyrir svona 6 með farangri, ef farangur er út í bíl eða í fortjaldinu er alveg hægt að vera 4 í hvorum helmingnum = 8 manns.
Hringdir þú í Mig í nótt ???
Það var gífurlega vinsællt að hringja í mig í nótt. Og fullt af svona liði sem er ekki vant að hringja og ég hef ekki heyrt í lengi lengi...
já það er greinilegt að mín er saknað í miðbæ RVK. En sem betur fer er ég ekki ein af þeim sem segi "ég er sofandi" og skelli á svo ég bara spjallaði aðeins við þetta eilítið ölvaða lið og hélt svo áfram að sofa. Síðasta hringingin var klukkan 7 í morgun, einhver sem vildi endilega bjóða mér í partý. Það er erfitt að finna almennilegt partý á þessum tíma en ég heyrði ekki betur en að þarna væri bara gífurlegur stemmari. Ég verð að viðurkenna að ég hugsaði "Ég ætti kannski bara að skella mér" en ríkið var ekki búið að opna og ég átti ekkert vín, þannig að það varð að bíða betri tíma. En eftir þetta símtal fór ég að hugsa ýmislegt og dreymdi hinn furðulegasta draum í tengslum við efnið, samt mjög ljúfur.
11 dagar til Eurovision.
|Diljá Depp|laugardagur, maí 01, 2004| |
Alkinn stoltur !!!
Það er ekki laust við að ég hafi verið farin að kíkja á vefsíður AA samtakanna eftir síðustu törn. Og get bara ekki sagt annað en að ég sé nú bara doldið stolt að segja frá því að ég drakk ekkert síðustu helgi og stefnan hefur verið tekin á rólegheit þess helgina. Já það er föstudagskvöld og ég er bara heima í rólegheitum að læra.
Svo er ég enn stoltari af því að geta sagt að ég fæ mér engan sjúss næstu helgi heldur. Þá verð ég sem sagt ekki búin að smakka það í 3 heilar vikur og verð þá búin að vinna mér inn heillar helgar djamm. Það er nefnilega prófloka helga 14-15 maí og gríðarlegur stemmari í bænum...Og ekki má gleyma að í þokkabót er
Eurovísion þann 15. Eða eiginlega eru það próflokin sem eru í þokkabót því fyrir mér er Eurovision helgin stærri en áramótahelgin, enda alltaf gríðarlegt tjútt á mér þá.
En eftir þá helgi gæti verið að ég reyni einhvað á annað bindindi, svona rétt til að athuga hvort það sé nokkuð orðið vandamál...Nú er við hæfi að enda þennan pistil á smá lagstúfi með Bjartmari Gudlaugs. sem er svohljóðandi :
Ég er enginn alki
(nei) Ég er enginn alki
Ég er enginn alki fyrir fimmaura
|Diljá Depp|laugardagur, maí 01, 2004| |