föstudagur, apríl 30, 2004
-je minn-
Já ég eyðilagði næstum alla síðuna mína, (ég er ekki að tala um templaitið-heldur bara alla síðuna, hefði þurft að deleta þessu bloggi og búa það til upp á nýtt) þegar mér datt í hug að setja templaitið sem ég bjó til fyrir Einar á síðuna mína (einsog hvert annað blogg) svo hann gæti sótt það þar-því e-mailið var ekki alveg að virka og einhvað... Ummm nei ég er ekki svona mikið tölvunörd svo ég er hætt við að skrifa meir !
|Diljá Depp|föstudagur, apríl 30, 2004| |
Það er alveg ótrúlegt hvað þessi skólalok stressa mann. Ég er búin að vera alveg á grilljón í allan dag að ganga frá félagsfræðiritgerð og prenta út félagsfræðidagbókina. Ef ég skila því á morgun ætti ég að fá að sleppa lokaprófinu. Það vill svo skemmtilega til að kennsluheftið (sem við notum í staðinn fyrir bók) er týnt, sem væri ekki svo ýkja slæmt ef ég væri ekki að fara í próf á morgun, síðasta hlutaprófið í félagsfræði... Vei !!!
Svona þegar mikið er að gera einsog í dag, það eru tvö próf á morgun + ég þarf að gera sálfræðiskýrslu, þá alveg fór ég næstum yfir línuna þegar ég komast að því að heftið væri týnt -
NÚ GAT MAÐURINN MEÐ LJÁINN ALLT EINS KOMIÐ AÐ SÆKJA MIG NÚNA-
Vöðvarnir eru orðnir vel mettaðir af eggjahvítu og þráðurinn í mér orðinn ansi stuttur.
En engu að síður hlakka ég gríðarlega til þess þegar prófunum verður lokið og ég get tekið gleði mína á ný og farið á annað stefnumót með flöskustútnum vini mínum. Þá vona ég að ég hitti sem flesta á pöbbarölti helgina 14-15 (eða er það 13-16 ...)-
vont en það venst.....og allt tekur endi....Lokaorðin mín að þessu sinni verða í raun orð Árna Johnsen en hann segir að maður eigi bara að gera gott úr aðstæðunum hvar sem maður er, og alltaf að hafa gaman að því. (ég hugsa um þetta í fyrsta tíma í fyrramálið...)
|Diljá Depp|föstudagur, apríl 30, 2004| |
fimmtudagur, apríl 29, 2004
Bróðir minn er á bílnum mínum !!!
Það er greinilegt að einhver sem ég þekki veit ekki að ég hef lánað bróður mínum bílinn minn tímabundið (af einskærri góvild og hjartahlýju). Hann hringdi í mig áðan og spurði mig hvaða stelpu ég þekkti sem á rauðan Golf. Njúpp man ekki ! En hann var sem sagt að keyra einhversstaðar í þessari fallegu borg þegar hann stoppar á ljósum og rauður bíll stoppar fyrir aftan hann og fer að flauta villt og galið. Bjarni (brói) og félagar skildu ekkert í þessu. Græna ljósið kviknar og stelpurnar koma upp að hliðinni og ætla að heilsa en síðan kemur skömmustu svipur á þær þegar þær sjá hver er við stýrið...Bjarni og Jói voru örugglega farnir að halda að þær væru svona ferlega heitar í þá... en NE---ei, hí á ykkur !!!
já svona getur æsingurinn hlaupið með marga í gönur...Mér finnst þetta doldið fyndið.
p.s. Það er ekki víst að þetta hafi verið Golf, hann var ekki alveg viss.
Var þetta nokkuð þú Ingibjörg ???
|Diljá Depp|fimmtudagur, apríl 29, 2004| |
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Jæja nú er loksins kominn nýr hunk fyrir prófin, gullkorn, lag á kantinn og allt saman var valið í anda prófviknanna sem eru að hefjast í flestum skólum.
Og já ég verð eiginlega að breyta orðatiltækinu "Það er sumt sem getur bara komið fyrir Diljá eða Atla" Því mér sýnist Hildur vera að lenda í ýmsum ógöngum sem mundu flokkast undir svipaðan "klaufa-bjánas" skap. Nú er hann svohljóðandi
"Það er sumt sem getur bara komið fyrir Diljá, Atla eða Hildi"
Já svo fyrir söng-glaða skil ég eftir her smá lagstúf með gítargripum.
D G
Próf, próf próf snemma að morgni
A D
Próf, próf, próf seint að kveldi
B Em A D
Próf, próf, próf dag og nótt – prófin eru eins og hitasótt
|Diljá Depp|þriðjudagur, apríl 27, 2004| |
mánudagur, apríl 26, 2004
TROY
Já það er ekkert smáræði sem ég og Ingibjörg afrekuðum í dag ! Við byggðum heila borg, Tjójuborg ! Við sem sagt settum saman risastóran og stórglæsilegan Troy-stand. Fyrir þá sem ekki vita þá er Troy mynd sem er væntanleg í kvikmyndahúsin 19 maí nk. og skartar engum öðrum en Brad Pitt (sjá fyrrum hunk) og Orlando Bloom í aðalhlutverkum. Lesið meira um hana
hér ! Pitt og Bloom kíktu auðvitað á okkur á meðan verkinu stóð en stoppuðu bara stutt. Ég reikna með að birta myndir af heimsókn þeirra um leið og færi gefst
Bílar hafa löngum verið taldir stórhættulegir. Bílar valda fleiri hundruð slysum á fólki ár hvert. En ég held að slysið sem ég lenti í um daginn sé almennt ekki flokkað sem umferðaslys en sannar engu að síður hve stórhættulegir bílar geta verið. Ég var að farað setjast inn í bíl og vitið menn ??? Ég opnaði hurðina á andlitið á mér. Frábært og auðvitað fekk ég smá skurð á augnlokið og hið snyrtilegasta glóðarauga. SPLENDID ! Ég tók samt ekki eftir að ég hafi einhvað slasað mig fyrr en blóðið fór að leka ! Það þarf samt held ég alveg töluvert högg til að skera sig á bílhurð (sem ég hélt að væri ekki hægt fyrir það fyrsta) !!! mmmm-kannski hugsa margir "af hverju er hún að segja frá þessu". En jú kannski verður þetta öðrum víti til varnaðar (eða til skemmtunar ?) Já hver hefur ekki heyrt "orðatiltæki"
"Það er sumt sem getur bara komið fyrir Diljá eða Atla" Ég tel að sagan hér að ofan styðji þá "kenningu".
En jæja nú er ég búin að segja frá bjánalegustu slysasöguna mína og þá væri kannski gaman að heyra annarra...
Þessvegna segi ég bara orðið laust og bennti fólki á commentakerfið
|Diljá Depp|mánudagur, apríl 26, 2004| |
miðvikudagur, apríl 21, 2004
AF hverju held ég að þetta gæti bara komið fyrir mig ???
Já það er bara eftirspurn um meira blogg. Reyndin er sú að netið heima hefur einhvað ekki verið að gera og þá nenni ég ekki eins oft að blogga. En núna er ég búin að skella inn nýju Gullkorni, áróðurspjaldi og nýr hunk er á leiðinni.
HVAÐ MUNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ ÆTTIR AÐ DEYJA Á MORGUN ?
Ég skil ekki svona fólk sem lifir í dag fyrir framtíðina. Sem sagt er ekkert að lifa lífinu heldur er bara að gera einhvað sem skilar sér í framtíðinni. Sko þú lesandi góður skalt átta þig á því að þú gætir allt eins dáið á morgun ! Og ef þú hefur ekki enn lifað lífinu virkilega lifandi þá bara virkilega leiðinlegt fyrir þig ! Ég hins vegar tel mig vera svona sæmilega sátta við mitt líf og þess vegna þegar ég dey þarf ég ekki að væla utan í hinum englunum um allt sem ég átti eftir að gera. En það er annað mál hvort mig langi að deyja. Nei það langar mig ekkert svosem, en það er ekkert sem maður stjórnar sjálfur. ég tek bara því sem að höndum ber.
já opið á Nasa í kvöld. Ég að vinna !!! Vei . Heyriði sem minnir mig á það - Ég er ábyggilega að fara að vinna á Tapas barnum - Gleði gleði gleði, þá er spurning hvort ég hafi einhvað að gera á Nasa líka ? Lengri vaktir og meiri peningur á Tapas + að ég fæ að vinna með öðru fólki ... VEI ! Já ég sé til !
|Diljá Depp|miðvikudagur, apríl 21, 2004| |
sunnudagur, apríl 18, 2004
vitiði hvað heimurinn er slæmur ?
Ég allavega veit það ekki. Ég veit heldur ekki hversu góður hann er. Hann virðist alltaf geta orðið verri-sama hvað - hlutirnir geta ALLTAF versnað. Vittu bara til. Auðvitað versna þeir ekki alltaf en þeir geta alltaf versnað. Löggan en andsetin. Við bjuggum upphaflega í náttúrunni og björguðum okkur sjálf. Þ.a.l. er ekki að furða að heimurinn sé breynglaður þegar við búum öll í einvherju tilbúnu umhverfi. við einhverskonar gervigæði. Mér er ekki hlátur í huga.
Diljá Reykjavik's most wanted. Nei ég drap ekki Geirfinn. Gamlir kallar kaupa sér 12 ára gamlar asískar mellur og Ágúst yfirperrvert treður sínum í rassinn á ungum drengjum-kaþólskir prestar stundum lika . Stelpur halda að það sé rosa sniðugt að kyssa vinkonur sínar á djamminu og strákar
halda að það sé fallegt.Erum við ekki öll lauslát inn við beinið ? NEI ! Þegar stelpa vill ekki sofa hjá strák sem hún hefur aldrei hitt áður er hún spurð "af hverju EKKI?". AF HVERJU Í ANDSKOTANUM ÆTTI HÚN AÐ GERA ÞAÐ ???? Aldingarðurinn hefur snúist upp í andhverfu sína eða var hann einhverntíman til. Er hann bara falleg þjóðsaga sem leyfir fólki að halda að þetta hafi einhverntíman verið góður heimur ? og geti þá kannski orðið aftur góður ? Fólk breytist !!! Heiminum er stjórnað af fólki! Getur heimurinn þá ekki breyst líka ? Rændu svo aleigunni af foreldurm þínum og fluttu til útlanda. Af hverju ekki ? Það gerði það einhver gaur í Bandaríkjunum! BANDARÍKIN ERU GANGANDI HELVÍTI ! En erum við skömminni skárri ? Ekki þori ég að fullyrða neitt !!! 7 ára strákar í vændi í afríku.hver býður hæst? Eignumst börn.Já eignumst fullt af börnum svo þau geti drepið hvort annað í framtíðinni-einvher verður að vera fórnarlambið ekki satt ? Börnin í afríku deyja úr hungri en við !!! Við höfum það gott með McDonald's og Burger King-Hverjum er ekki sama um náungann ??? Allir taka hliðarspor, ef ekki í gerðum þá í sóðalegum hugsunarhætti sem síðan smitast yfir á afkvæmin. Formöttuð (á góðri íslensku) tónlistarmyndbönd leikstýrðar af klámkóngum miðla "mikilvægum upplýsingum" til ungu kynslóðarinnar. ERTU LJÓT/UR ? KOMDU TIL LÆKNIS OG VIÐ BREYTUM ÞÉR ! Hvaða fokkt op gaur datt þetta í hug? Ef þú ert ljót/ur þá bara deal with it ! Er fólk búið að gleyma að allir hafa sinn persónuleika ? Hann breytist ekki þó útlitið breytist !
STOPP !!!!
Og ég veit ekki um nema brotabrotabrot af öllu því slæma sem gerist í heiminum. Ég hef ekki minnstu löngun til að vita um það og vildi óska að ég vissi ekki þetta litla sem ég veit. Ég vil búa í blómalandinu þar sem er engin spilling er.
Ég er ekki að dæma hinn aðilann. Ég er ekki að segja að ég sé skömminni skárri en gaurinn sem drap Geirfinn. En ég bara einfaldlega skil ekki hvernig sumir hlutir geta hent. En ég ætti bara að vera ánægð með það sem ég hef miðað við ástandið annars staðar í heiminum.
Löggi félagi minn heilsaði uppá mig áðan og kannski næst þegar hann stoppar mig verð ég komin í hópinn "góðkunningjar lögreglunnar" og fæ kannski númmerið hjá honum og hann gæti yfirheyrt mig yfir kvöldverð (sjáiði-hugsanirnar mínar eru uppfullar af spillingu)
|Diljá Depp|sunnudagur, apríl 18, 2004| |
laugardagur, apríl 17, 2004
SKYLDUMÆTING Í 101 Í KVÖLD
|Diljá Depp|laugardagur, apríl 17, 2004| |
föstudagur, apríl 16, 2004
Það er gott að kyssa Depp !
Vitiði hvað !!! OMG !!! Mig dreymdi sko í nótt að ég hafi hitt
kærastann minn. Ég sem sagt var í einhverju partý með vinkonunum og er mer litið yfir götuna þar sem hann stendur í biðröð inn á einhvern skemmtistað. Ég náttúrulega réð mér ekki fyrir kæti og dreif mig út og yfir götuna og heilsaði kauða. Hann var nú meira en glaður að sjá mig og vorum við saman á djamminu það kvöldið og gistum á einhverju eðalhóteli þar sem þjónustufólk hans var á hverju strái. Hann var mjög fullur greyið og drapst á endanum þannig að við fórum ekki (eða komumst ekki) alla leið...
Svo þegar hann var dauður og ég skrapp aðeins fram, man ekki alveg hvort ég fór að sækja vatn fyrir hann eða einhvað þá bannaði vakt-mellan (kellingin sem var að vakta dyrnar) mér að fara aftur inn svo ég varð að fara heim með tárin í augunum...
Ég man að vinkonum mínum í draumnnum fannst hann vera full gamall en ég gat ekki séð það...Arg mig hefur aldrei í lífinu dreymt svona ljúfan draum áður !!!
En já ég á pantaðan tíma í tatto á morgun og mig hlakkar BIG TIME TIL !!! Og að lokum vil ég bara segja,
ég ELSKA ÞIG JOHNNY BOY !!!PLEASE COME BACK TONIGHT !!!
|Diljá Depp|föstudagur, apríl 16, 2004| |
fimmtudagur, apríl 15, 2004
Alveg merkilegt !!
Ég er búin að blogga af og til síðan janúar og þá er skemmtilegt að minnast orða sem pétur sendi mér einu sinni í e-mail-i :
Saman gætuð þið hugsanlega rústað þessari bloggmenningu, þegar fólk færi markvisst að lesa ykkar iðrakássu þá myndi það annaðhvort vera lagt inná geðdeild eftir c.a. mánaðar lestur eða þá það myndi hugsa: Vá þetta er ekki hægt, steikin er brennd ég má ekki við þessu.
Þarna er hann að tala um mig og Betu. Ég veit ekki betur en allavega einhver sé búin að lesa bloggið mitt reglulega í mánuð... og ég veit ekki til þess að einhver hafi verið lagður inn enn !!!
EN SJIT ÉG ER ENN MEÐ RAUÐA PUNKTA KRINGUM AUGUN EFTIR SÍÐASTA DJAMM... ÆTLI LIFRIN SÉ EINHVAÐ AÐ GEFA SIG ??? NÚ ER ÉG Í SMÁ DRYKKJUBINDINDI (allavega þangað til næst...)
|Diljá Depp|fimmtudagur, apríl 15, 2004| |
sunnudagur, apríl 11, 2004
DJAMM Á FÖSTUDAGINN LANGA
ÉG LENTI Í NUTCASE-I, VENJULEGU DJAMMI MEÐ VINKONUNUM OG PUBBARÖLTI MEÐ ÓKUNNUGUM !!!
Skemmtistaðir opnuðu að sjálfsögðu klukkan 12 að vanda á þessum degi og Diljá mætti downtown cirka klukkan "ég hef ekki hugmynd". Við kíktum fyrst á Sólon eða Felix eða Hverfis en ég held að við fórum ekkert á vegamót...
Nei jú heyrðu við byrjuðum á Hverfis og þar lenti ég í martröð. Það var gaur sem ég þekki í gegnum frænku mína sem reyndist vera NUTCASE sem fór með mér inn VIP megin(á einhvern skuggalegan hátt sem ég þori ekki að nefna hér.) og vildi ekki taka Betu og Atla með. Svo settumst við inni og gaurinn var skuggalegur, STÓR, FEITUR og skuggalegur. Fór að reyna ýmislegt og ég alltaf að reynað vera kurteis og bara "nei ekkert svoleiðis". Svo beið ég og beið eftir Betu og jú hún komst inn á endanum...en þá var hún barað spjalla við einhvern vin sinn og ég losnaði ekki úr klemmunni...Ég var orðin doldið mikið smeyk við gaurinn þegar ég sagðist ætla á klóstið en fór að leyta að einhverjum strák sem ég þekkti sem væri til í að þykjast vera gaurinn sem ég sagðist vera að deita...Jú ég fann Dóra Hóra einhversstaðar á neðri hæðinni og hann var til...Settist niður með mér og HR. Skuggalegum og ég kynnti Dóra sem Krumma - gaurinn sem ég væri að deita... og þá hallar Hr. skuggalegur sér að mér og segir "villtu að ég berji hann" og ég bara ÚPS SHIT NEI !!! Og hann alveg ok. En sko vá á endanum sögðumst við vera að fara á Sólon og þá vildi hann ekkert koma með sem betur fer....Það lá við að það rynni af mér í þessum aðstæðum... sko gaurinn !!!
En restin af kvödinu var nokkuð góð. Sólon var góður án þess að ég muni einhvað sérstaklega eftir honum nema þá að við rákumst á Dóra Nasa þar (sem sagt annar Dóri) sem leit út fyrir að vera þó nokkuð drukkinn (surprise-surprise). Svo var Felix jú fínn líka held ég. Frá Felix rölti ég svo í burt með einhverjum tveim herramönnum sem ég vissi ekki og veit ekki einu sinni hvað heita. Annar þeirra var samt alveg skugglalega myndarlegur-sijit...en sætir strákar eru ljótir að innan !!!. Við röltum á Nelly's og Síðan var ferðinni heitið á Glaumbar. En nei nei sko Beta hafði ætlað að sækja mig á Glaumbar en hann var lokaður !!!úps. þannig að við fórum á Amsterdam (einhverra hluta vegna???) og já stoppuðum samt ekkert lengi. Annar herramaðurinn ákvað að koma sér heim en við hin (tvö) röltum á nonnabita og síðan á Pravda sem var búið að loka að sjálfsögðu en hann gaur var að vinna á Pravda svo við settumst einhvað niður með starfsliðinu sem var búið að vinna og jámm voða "skemmtilegt". Heyrðu já svo vitið menn... hann Eldjárn sat þarna gl/raður að vanda...en hann er semsagt farinn að vinna fyrir Pravda... fíff. Svo fekk ég far með einhverjufólki sem er að vinna þarna...
Ég verð eiginlega að segja að hann Atli fór á kostum þetta kvöld, gjörsamlega. Atli það var gaman að hafa þig með :)
Já þetta var eiginlega frábært kvöld. það gerðist margt og þannig á það líkað vera. :)
Heyriði svo er það staffadjamm á Nasa í kvöld. Dem fokk sjitt (a la Pétur) það verður held ég mjög gaman enda iðar bærinn af lífi þessa dagana.
|Diljá Depp|sunnudagur, apríl 11, 2004| |
föstudagur, apríl 09, 2004
Í dag er föstudagurinn langi
Í dag er sem sagt helgasti dagur kristinna manna og sorglegasti líka. Í dag mega gyðingar skammast sín fyrir forfeður sína ! Í dag var Jesú, frelsari kristinna manna, krossfestur. Í dag dó Jesú fyrir syndir mannanna. Í dag urðu allir menn verðugir fyrir augliti Guðs og hafa verið alla daga síðan.
Myndin
The Passion Of The Christ fjallar einmitt um daginn í dag, síðasta sólahringinn í lífi Jesú. Ég hef sjálf ekki séð myndina en það kemur að því. Mel Gibson er alveg magnaður og föstudagurinn langi líka. Þetta er team sem getur ekki klikkað.
En já ég er í vinnunni á föstudaginn langa.
Tryggvi brói er kominn á klakann í páskafrí og að því tilefni ætla ég að setja nokkrar myndir af honum í myndaalmbúmið á næstunni, sennilegast í "bland í poka" almbúmið. Hann er alveg frábær, já æðislegur !! Ég skellti mér á tónleika með bróa í gær, og jájá það var svosem ágætt, afslappandi.
Ég óska öllum lesendum gleðilegra páska. Og svo óska ég
Ingibjörgu til hamingju með afmælið en hún er tvítug í dag. Til hamingju Ingibjörg :)
Ég var mikið að spá í að fá mér í glas í kvöld og gera mér glaðan dag en svo er samviskubitið að naga mig svo ég veit ekki alveg hvort ég hafi samvisku til að fara á fyllerí á föstudaginn langa og síðan var ég líka í skammarkróknum sem þýddi að ég mundi ekki drekka fyrr en á sunnudaginn... en það er aldrei að vita. ég er samt strax orðin kvíðin fyrir morgundeginum ef ég dett í það !!! vonum bara að það gerist ekki !
p.s. Ég vil samt taka fram að ég hef ekkert á móti Gyðingum, alls ekki en það voru samt forfeður þeirra sem krossfestu Jesú í dag fyrir 1971 ári síðan (ef ég man rétt)-en mér finnst Gyðingar í dag ekki þurfa að líða fyrir það sem forfeður þeirra gerðu. nóp !
|Diljá Depp|föstudagur, apríl 09, 2004| |
miðvikudagur, apríl 07, 2004
Skammarkrókurinn !!!
Já það er kominn enn annar liður í bloggið mitt og nú er það skammarkrókur sem hefur bæst við. Þannig að eg ég er pirruð út í einhvern þá get ég bara sett hann í skammarkrókinn og pirringurinn er búinn !!!
Þeir sem misstu af síðasta skammarkrók þá var það strákurinn sem brenndi mig með sígó á Vegamótum en hann var líka fyrsti sem fékk að dúsa þar. Nú dúsi ég þar og ætla þar af leiðangi ekki að drekka fyrr en á sunnudaginn en þá er starfsmannadjamm á Nasa !!
(p.s. svo er bara spurning hvort maður nái að halda það út...)
|Diljá Depp|miðvikudagur, apríl 07, 2004| |
mánudagur, apríl 05, 2004
vooo hó
Einar fékk að vera Hunk að þessu sinni !
En helgin var nú bara nokkuð góð. Föstudagurinn blífaði vel, þá hitti ég örugglega bara alla sem ég þekki ?? Ef ég hitti einhvern ekki um helgina þá má viðkomandi skrifa komment ! (Ég hitti reyndar ekki Þóru og Einar)
Það fer þó fjarri að ég muni eftir því að hafa hitt allt þetta fólk. Rámar í flest en man fæst !!! Lenti í stukker sem elti okkur frá Vegamótum og útúm allt. Honum datt ekkert í hug að heilsa... Neinei hann stóð alltaf álengdar og bara glápti... fyrr má nú vera...fatta ekki alveg svona gaura. En
hér er mynd af stukkernum ásamt tveim stelpum og hvert ætli hann sé að horfa á myndinni... hummm ??? Takið sértstaklega eftir því hvað hann er með einstaklega skemmtilega hárgreiðslu sem minnir einna helst á kvikmyndina Pricilla !!! Já þessi strákur gengur ekki heill til skógar !!! Það er doldið krípí þegar maður er elltur svona OF MIKIÐ SHIT !
Laugardagurinn var reyndar ekki alveg jafn góður enda var ég að djamma með Nonna sem finnst Cirkus vera mjög skemmtilegur staður. Hann ætti að fara á pöbbarölt með Rúnari. Þeir væru góðir saman með vasspípu og pot! En reyndar fórum við ekkert á cirkus. Ég hefði nú bara átt að halda mig á sólon.. en neinei ég get aldrei verið kjurr stundinni lengur og kíktum við yfir á Felix sem var ekki alveg að blífa, en ég hitti reyndar Sigmund bróðir minn þar sem var mjög hress.
Páskarnir koma til með að vera mjög góðir held ég bara !!!
|Diljá Depp|mánudagur, apríl 05, 2004| |
föstudagur, apríl 02, 2004
1.APRÍL
Nei ég stóð mig ekki í stykkinn þetta árið. Ég ætlaði að fá einhern til að vinna fyrir mig seinni part í bíóinu, en sjálf átti ég ekkert að vera að vinna. Þá mundi viðkomandi sem hefði verið svo góður að gera mér greiða, mætt uppí vinnu en verið sendur aftur heim... múhahahaha.
En það vildi enginn vinna fyrir mig :(
Mamma hins vegar gerði mun betur en ég. Í morgunsárið rétt áður en pabbi settist við morgunverðarborðið sagði hún við hann að Kristján á móti hefði verið að biðja hann um hjálparhönd með einhvað sem fyrstm, "tæki enga stund". Pabbi drýfur sig út í slabbið á tréklossunum og hringir bjöllunni hjá Kristjáni. Einsog þið lesendur góðir hafið sennilega áttað ykkur á þá þurfti Kristján enga hjálp. En það langfyndnasta var þegar Kristján mætti til dyra í náttslopp, með skökk gleraugun. Múahahaha. Hann var ekki einu sinni vaknaður fyrr en pabbi hringdi bjöllunni. Múhahahaha. Mömmu tókst að fá þá báða til að hlaupa fyrsta apríl.
|Diljá Depp|föstudagur, apríl 02, 2004| |
Nýr Hunk fyrir Ingibjörgu
Vegna margra áskoranna valdi ég Josh Hartnett fyrrverandi kærastann minn sem Hunkinn að þessu sinni. Hann klikkar ekki. Ingibjörg þú mátt eiga Josh fyrir mér, en Johnny Depp er minn !!!
|Diljá Depp|föstudagur, apríl 02, 2004| |