Hver á síðuna ?
Nafn: H.Diljá J.
Aldur: Ég er 20!
Búseta: í Grafarvogi
Skóli: Nemi í Borgó
Vinna: Sambíóin og Tapas barinn
E-mail: helga_dilja@hotmail.com
Sími: 864-7363

Favorite
Mynd: Star Wars
Matur: Kebab-Pizza
Staður: McDonald's
Dýr: Hvítur Tígur
Drykkur: Gin í Tonic
Þáttur: BLUSH :Just shoot me
Litur: Bleikur og Blár

Links
Myndaalmbúmið
Sam-vinnumyndir
Bland í Poka
80's Gyðjur
Bústaða afmælið!
Bókhlaðan!
MATARBOÐIÐ
Fyrrum Gullkorn
Bland í poka 2
SUMARIÐ 2004

Archives
Janúar'04
Febrúar'04
Mars'04
Apríl'04
Maí'04
Júní'04
Júlí'04
Ágúst'04
September'04
Október'04
Nóvember'04
Desember'04
Janúar'05
Fólkið á klakanum

Tékk it át
Atli
Beta Gyðja
Einar
Erna Gyðja
Eyrún P. Gyðja
Gyðjurnar
Hildur Gyðja
Ingibjörg Gyðja
Ingó-Felgur
Lára Gyðja
Lára á Nasa
Sigrún
Sólrún
miðvikudagur, mars 31, 2004
Vill einhver koma í bíltúr ?

Já ég ætla að bjóða lesendum með mér í bíltúr. Ég var ekki alveg viss hvort ég skammaðist mín of mikið til að skrifa þessa sögu hér... en ég læt mig hafa það, enda bráðskemmtileg saga...

Ég var nefnilega að vinna í gærkvöldi ásamt Eyrúni P. sem að býr rétt hjá mér. Ég hafði lofað henni fari heim og allt í gúddí með það.
Við lögðum af stað heim svona um tólf - hálf eitt. Og þegar við erum komin á vesturlandsveginn fer bíllinn að hiksta, við hugsuðum báðar "NEI ÞETTA ER EKKI AÐ GERAST".. En allt kom fyrir ekki, þetta var að gerast. Við komumst samt aðeins lengra og erum rétt að komast inní Grafarvoginn þegar bíllinn sagði bara "NEI hingað og ekki lengra, ég er orðinn þyrstur". Og hvað sem tautaði og raulaði þá var vitinu ekki fyrir hann komið. VIÐ VORUM STOPP ! rétt áður en við komum að Esso í Húsahverfi.
Ég hringdi í Bjarna bróður sem kom með vélsléða bensínið hans pabba til að ég kæmi druslunni heim (enda kominn tími á hann að gera mér einu sinni greiða !!!) En ekki nóg með það, hann Sebastian (bíllinn minn) sýndi það og sannaði að ekki er ein báran stök. Eftir að við höfðum dælt í hann bensíninu ákvað hann samt að fara ekki af stað. Neibb hann hélt sko ekki og í þetta skipti sagði hann "ég er líka svangur". Já við vorum STRAUMLAUS !!! Brói var með startkaplana að vanda (sem ég á b.t.w.) og pumpaði það smá lífi í hann blessaðann.

Það kom á óvart hvað fólk getur verið ótrúlega hjálpsamt, en ég var ekki að vonast til þess í gær. Það stoppaði liggur við annar hver bíll að spyrja hvort það væri ekki allt í lagi eða hvort við værum fastar... og það var alltaf jafn gefandi að segja "nei þetta er allt í lagi við erum bara bensínlausar". Það var reyndar einn sem stoppaði ekki af einskærri góðvild heldur var hann að athuga hvort við ættum nokkuð hundinn í bílnum hans !!! Alveg ótrúlegt...

GAMAN GAMAN ...

|Diljá Depp|miðvikudagur, mars 31, 2004| |

þriðjudagur, mars 30, 2004
Who is in your celebrity family? by cerulean_dreams

Name : Helga Diljá
Mom : Sharron Osbourne
Dad : Anthony Hopkins
Brother : Johnny Depp
Sister : Lucy Lui
Dog : Shilo
Boyfriend : Hughe Grant
Best friend : Owen Wilson

Já merkilegt nokk !!! Það er doldið skemmtileg tilviljun að sá sem væri bróðir minn í þessari fjölskyldu heitir það sama og kærastinn minn í alvörunni.
En kærastinn minn í þessari fjölskyldu væri ekkert rosalega cool, þó hann hafi nú verið örlítið sætur kannski í "about a boy" og "Love actually". Sem annars eru mjög góðar myndir sem ég ráðlegg öllum að kíkja á.
(En prófið er að finna hér)


En þess má til gamans geta að hann Johnny minn hefur verið mjög duglegur í ræktinni að undanförnu og stóðst ég ekki þá freistingu að skella einni mynd af kroppnum hans hingað inn ;)

|Diljá Depp|þriðjudagur, mars 30, 2004| |

mánudagur, mars 29, 2004
NEW STUFF LIKE THA' BLACK MAN SAY'S !!!!

Ég vildi bara benda áhugasömum á nýjan lið í blogginu mínu sem er GULLKORNADÁLKURINN sem er staðsettur í pálmatrénu hér til hliðar !
Njótið vel !

|Diljá Depp|mánudagur, mars 29, 2004| |


What goes around comes around

Ok ! Núna ætla ég að vera heiðarleg í tengslum við síðustu færslu.
Ég hef gert ýmislegt misjafnt um ævina, þó ég ætli ekki að farað tíunda það hér. En jú ég hef ekki verið nein Pollíanna og enginn engill heldur. Ég hef brotið á grundvallar reglum Biblíunnar, og ekki einu sinni og ekki tvisvar. Sem jú allir hafa gert. Ég bara var að hugsa málið og komst að þeirri niðurstöðu að ég er ekkert rosalega góð manneskja. Ég er afbrýðisöm, frek, eigingjörn og margt margt fleira. Og þessvegna á ég bara skilið að vera óheppin á ýmsum sviðum.
What goes around comes around. Kannski ef ég reyni að breyta rétt héðan í frá snýst gæfan mér í hag í kringum þrítugsaldurinn og þangað til verð ég bara að vera þolinmóð og hætta að vera bitur yfir slæmum hlutum sem ég lendi í og bara sætta mig við þá, því ég á þetta allt skilið !?!

Sko er ekki bara strax komin smá Pollýanna í mig ???

|Diljá Depp|mánudagur, mars 29, 2004| |

sunnudagur, mars 28, 2004
úber choco !!!

Æ verð bara að koma því á frafæri að ég þoli ekki úber choco týpuna - og þá er ég ekki að tala um klæðaburð. Ég er að tala um gaurinn sem getur ekki haldið uppi samræðum nema þær snúist um nýjar hárvörur eða flotta bíla, já eða jafnvel hvernig þeir velja fötin sín ! Ef strákar vilja klæða sig í einhver úber choco föt, sem getur alveg verið flott bara ef rétt flík er á réttum manni, þá er það besta mál ef höfuðið er í lagi.. en svo eru gaurar sem aðhyllast ekkert endilega þessa fatatískuna en eru svo alveg gegnsæir í choco talsmátanum.
Já svona gaurar sko. Það er sorglegt að sjá myndarlega heilbrigða stráka sem eru svona gegnsýrðir af einhverjum of-veraldlegum hugsunarhætti. (ég skilgreini úber choco sem "OF veraldlegur"). Hverjum er ekki drullu sama hvernig hann velur fötin sín ? Eða hvað það tekur einhvern langan tíma að laga á sér hárið ????´
Æ bara hitti "vin" minn í gær (meira svona kunningi), sem hefði alveg getað farið með mig !!! Ég alveg gæti ekki verið pirraðri .... Að heyra í manninum- Og þeir voru meirað segja tveir að rökræða einhvað hvernig einhver vinur þeirra velur sér föt og hvernig þeir gera það sjálfir !!!
Æi líka þessir úber choco-ar (of-veraldlegu) eru þessar týpur sem mundu ríða hverju sem er bara til að fullnægja sjálfum sér og væru alveg til í að fórna vinskap eða einhverju öðru í staðin.... Bara grrrrr, ég froðufelli næstum því, það eru svona gaurar sem setja svartan blett á íslenska karmenn ! Og strákar, þið ykkar sem gengur illa að næla ykkur í kvennmann getið rakið orsökin til þessarar úber-chocoa (hvort sem þeir eru andlegir eða klæðaburðarlegir chocoar) þar sem kvennmaður sem hefur kynnst þessum illræmda þjóðflokk hefur ekki of miklar mætur á íslenska MANN-kyninu lengur !!!
En það er engin lýgi þegar ég segi að choco plebearnir eru að taka yfir á Íslandi. Nú skipa patricearnir greinilega minnihluta hóp og fer þeim ört fækkandi.
Með þessu áframhaldi spái ég að eftirfarandi afleiðingar eigi eftir að fylgja í kjölfarið á næstu 5-10 árum :

Giftingum fækkar um 50 %
Skilnuðum fjölgar um 20 %
"Feðralausum" börnum fjölgar um 22 %
Fóstureyðingum fjölgar um 20 %
OG að lokum eiga börnum sem búa hjá báðum blóðforeldrum eftir að fækka um 37 %

Ég veit ekki nákvæmlega hvaða afleiðingar þetta mundi hafa í för með sér. En fóstureyðingarnar auka útgjöld ríkisins. Og eflaust yki þetta á barna- og unglinga vandamál, sökum þess hvað það reynist mörgum börnum erfitt að horfa upp á skilnað foreldra sinna og svo eru önnur börn sem líða fyrir að eiga engan pabba, eða einhvern sem þau þekkja ekki en eru nauðug til að hafa sambandi við !

Mér þætti það góð lausn að búa til einhvern nýjan kynsjúkdóm, sem væri MJÖG sársaukafullur en hefði ekki langtímaafleiðingar, og setja á "markað". Hann þyrfti að breiðast GRÍÐARLEGA HRATT úr og yrði þá einhverjum víti til varnaðar og íslenskir hórkarlar færu að passa sig meir !
Ég veit ekki hvað skal gera ?

Þetta er nú ljóti heimurinn sem við lifum í !


|Diljá Depp|sunnudagur, mars 28, 2004| |

laugardagur, mars 27, 2004
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST

Ok ! Ég tala mikið ! Því get ég ekki neitað.
En ég er ekki vitlaus ! Ég veit ekki hvort ALLIR haldi það eða bara þeir sem hafa orð á því .... Ég veit ekki líður stundum einsog einhvað hirðfífl þegar öllu sem ég segi er snúið uppí ljóskubrandara. Ef ég mundi segja "mér langar svo í bragðaref"... þá þætti einhverjum það alveg rosalega fyndið ! Ok það er kannski fyndið stundum... En æi bara nenni ekki að vera kölluð "bara Diljá", ég er "Diljá", eða "Helga Diljá". En oftar en ekki þegar það er verið að vísa til mín er sagt "þetta er bara Diljá". !!!! - þetta orð er eiginlega orðið samgróið við nafnið, ef einhver mundi skíra í höfuðið á mér þá héti barnið "Bara Diljá". Svona einsog Barbara eða Barbapabba- Bara Diljá !
Ef að allir töluðu jafn mikið og ég þá mundu allir vera taldir vitlausir ! Ég segi samt yfirleitt ekki neitt vitleysislegt ! Þó ég velti stundum vöngum yfir einvherju sem gæti hugsanlega gerst eða hvernig einhvað mundi hugsanlega vera ef einni frumbreytu væri breytt. Og oftar en ekki hef ég rétt fyrir mér. Mjög rökhugsandi sem sagt !

Svo virðist líka sem allir strákar sem ég hef nokkurn tíman hitt á djamminu haldi að ég sé alveg vitlaus með endæmum-En hver er það ekki þegar maður er fullur ! En svo er mál með vexti að ég held það hafi aldrei talað við mig strákur á djamminu án þess að vera annað hvort að leita sér að drætti eða vera bróðir minn ! LJÓTA SÓÐALEGA LAND - En reyndar tala ég yfirleitt ekki við stráka sem ég þekki ekki á djamminu því þeir eru allir með einhverjar úber hallærislegar pick up línur og allir jafn sorglegir ! Ég sem sagt tala við stráka sem eru bræður mínir, vinnufélagar eða vinir ! PÚNKTUR OG PASTA !

Svo heldur bróðir minn að ég sé svo vitlaus að heila sellurnar í höfðinu á mér þurfi ekki einu sinni næringu. Mamma lét okkur hafa 3000 til að lifa yfir helgina þar sem við erum bæði fátækir námsmenn. Við pöntuðum okkkur pizzu fyrir 1000 - Og ég át ekki meir en helminginn af helmingnum mínum og ætlaði að borða hinn helminginn í morgunmat. En NEI þegar ég fer á fætur er Bjarni brói búinn að borða pizzuna mínu og klára allt kókið ! Ekki nóg með það-Hann skildi eftir 500 kall fyrir mig sem þarf allur að fara í bensín og restina af þriðja þúsund kallinum fæ ég ekki ! Þannig að hann kláraði matinn minn, kláraði peninginn minn og ég á bara að lifa á loftinu ! Ég er BRJÁLUÐ ! En ég er eiginlega meira svöng en BRJÁLUÐ ! Það er alveg ótrúlegt hvað hann bróðir minn er frekur og nú þarf ég að fara uppí bíó og fá mér nammi svo ég fái allaveg einhverja næringu !

p.s. ATH. ég er ALDREI kölluð Helga !

|Diljá Depp|laugardagur, mars 27, 2004| |

föstudagur, mars 26, 2004
Brói þarf að komast í skólann

Ég óska hér með eftir einhverjum sem getur keyrt Bjarna bróa í skólann alltaf þegar hann þarf. Hann þarf að komast í tíma núna kl. 13:50 !
Hún María Hrund vinkona bauð mér nefnilega í mat kl.13:30 og ég hef ekki hitt hana í meira en ár. Ég sem sagt er of sjálfselsk, frek, leiðinleg og löt ( með lélegar afsakanir).... til þess að keyra hann bróður minn !

Það er lika gaman að segja frá því að einmitt flest ef ekki öll dekkin undir bílnum hans eru MÍN ! Og honum meira að segja tókst að BRJÓTA EINA ÁLFELGUNA MÍNA (hvað hef ég að gera við 3 ?). Hún er gott betur en brotin, felgan er líka einsog slípuð þannig að hún stingst inní dekkið og það dekk sprakk í dag ! Sem sagt, það er ekki nóg með að hann sé búinn að brjóta felguna mína, sprengja dekkið og klára öll hjólför sem eftir voru á hinum (= þau eru öll ónýt) heldur vogar hann sér líka að segja að ég sé sjálfselsk, frek löt og leiðinleg að geta ekki keyrt hann í skólann í staðinn fyrir að fara í matarboðið hjá vinkonu minni sem er búinn að vera í Noregi síðastliðið ár !!!! HELVÍTIS KARLMENN !

Ég get samt ekki farið með þetta á samviskunni í matarboð og ætla þess vegna að bjóða honum að ég leggi af stað fyrr svo ég geti keyrt hann fyrst og hann verður þá bara að mæta hálftíma of snemma í skólann !!!
Augnarblik ég ætla að spyrja hann !
Nei hann vildi það ekki !!!!

|Diljá Depp|föstudagur, mars 26, 2004| |

miðvikudagur, mars 24, 2004
Á Spáni er gott að djamma og djúsa

Nýtt lag komið á kanntinn !!!!
Gleði-Gleði-Gleði....Hann Siggi sögukennari var alveg frábær í dag ég fór og talaði við hann og fékk að færa söguprófið mitt yfir á föstudaginn :) Þakka þér Siggi ... þú ert frábær (en hann les ekki bloggið mitt ¨!!!)

Le soleil brille - já það er naumast að hún lætur sjá sig þessa dagana og væri eiginlega soldið gaman að koma upp tjaldi einhversstaðar uppí sveit og læra þar í friði og spekt ! Já það er sko gaman í skólanum !

Mér langar mest í bragðaref með jarðaberjum, mars og smarties .... mmmmmmm

FORSETAKOSTNINGAR : senn líður að kostningum og spurning um hvort Ástþóri gangi betur í þetta skiptið eftir að hafa rænt Strumpaópali niðrí bíó. Það hefur greinilega borgað sig þar sem Ástþór virðist hafa efni á annarri kostningabaráttu---kannski hefur hann líka rænt strumaópali á fleiri stöðum og svo einhvern veginn sellt það á svörtum markaði á netinu ????
Ég er nú engan veginn einhver stuðningsmaður Ólafs en verð samt að segja að ég kysi hann frekar enn Ástþór.

P.s. Hafið þið spáð í því að ef forsetinn okkar væri Tryggvason þá héti hann Ólafur Tryggvason og væri þar með nafni fyrrum Noregskonungs, sem var konungur um 800. Alveg merkilegt í því ljósi að mér langar dolið að við höfum kóng hérna heima ! Hvernig væri að gera bara Ólaf og fjölskyldu að konungsfjölskyldu ?
(ég veit að það myndi vera dýrt... þetta er meira svona skemmtileg hugdetta heldur en einhvað sem mér finnst raunhæft.)

|Diljá Depp|miðvikudagur, mars 24, 2004| |

þriðjudagur, mars 23, 2004
Ég á málverk eftir Gauja sem samdi "hvar er húfan mín"

Hún Sigga okkar í bíóinu slapp með skrekkinn sem betur fer og nú er bara að vona að hún jafni sig almennilega. Hún var nefnilega að keyra upp Ártúnsbrekkuna í gær þar sem einhver strákur kom og keyrði á hana. Bílarnir eru alveg í köku og það þurfti að klippa bílinn hjá stráknum til að ná honum út. Mér skilst að Sigga megi fara heim af spítalanum í dag, þó hún sé sennilegast rúmföst næstu daga eða vikur. En allavega Sigga ! Láttu þér batna.

|Diljá Depp|þriðjudagur, mars 23, 2004| |


voila

Hvernig líst ykkur á hunk-arann hérna fyrir neðan...arg !
Filleríið er enn að hafa slæmar afleiðingar....ég er komin með beinhimnubólgu í fæturnar (bygjaði reyndar á sunn. og hefur farið versnandi síðan) ....og ég bara á hálf bágt með að labba ... fíff... tek bara lyftuna í skólanum og einhvað... Gaman að því :) Æi þetta er bara fyndið.........

Það er alveg fyndið hvað fólk segir stundum þegar það heldur að það sé að segja nafn á einhverri bíómynd...
Í gær komu strákar uppí bíó og einn þeirra spurði :"eruð þið að sýna þarna myndina "I know some people who know some people who robe some people"" sem átti að vera Starsky and Hutch... múhahahaha !!!

|Diljá Depp|þriðjudagur, mars 23, 2004| |

mánudagur, mars 22, 2004
Tveir á slysadeild eftir árekstur í Ártúnsbrekku
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur í Ártúnsbrekkunni, á móts við bensínstöð Esso, rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Ökumenn voru einir í bílunum og þurfti að klippa annan þeirra út úr bifreiðinni. Enn eru umferðartafir á svæðinu en nýlega var farið að hleypa takmarkaðri umferð um Ártúnsbrekkuna. Að sögn lögreglunnar má búast við því að tafir verði áfram næstu hálfu til einu klukkustundina.

Ég óska þess að þetta fólk sé ekki alvarlega slasað, og vona að Guð gefi það !

|Diljá Depp|mánudagur, mars 22, 2004| |


Hæ hó og Jibbí Jei og Jibbí Jei

Ég er ekki alveg jafn persónuleg og Beta á blogginu mínu- Ég lýsi því hvernig mér líður með "Glöð" og "brjáluð" !!!
En þynnka er einhvað sem ætti löngu verið búið að lækna. Þessi vísindamenn nútímans reyna bara að finna lækningu á "frægum" sjúkdómum á við HIV-veirun, kvefi og bráðalungnabólgu. En hvað um þennan sjúkdóm sem hrjáir næstum alla einhverntíman á lífsleiðinni. Og þeir sem fá þennan sjúkdóm einu sinni, virðast fá hann aftur og aftur, blossar oft upp þegar minnst varir. Sjúkdómurinn kemur oftast fram á laugardögum eða sunnudögum, (en það er ekki þar með sagt að hann sé ekki oft virkur á virkum dögum líka....) !!! Ég var mjög hrjáð af umræddum sjúkdóm í gær, sunnudag. Skalf og komst ekki frammúr fyrren rétt um 2... og þegar ég komst framúr- var ég svimandi og sá ekki ýkja vel heldur... Það eru til ýmis ráð við þynnku (ATH: ekki lækning), ýmsar hundakúnstir sem gætu hjálpað manni að ná heilsu !

#1 : Drykkjarjógúrt.
Drykkjarjógúrt er mjög mikilvægt fyrir þynnku hrjáðann mann. Gott í magann, gott í munn, og hefur að geyma fjársjóð vítamína. Þegar ekkert kemst niður... þá er drykkjarjógúrt rétta "stuffið". Kemst nærst því að vera meðalið sem læknar. ATH. Þeir sem ætla að nýta sér þetta ráð skulu heldur kaupa sér drykkjarjógúrt í dollu heldur en flösku. Smáatriði sem er gott að hafa í huga !

#2 : Bað/heitur pottur(samt ekki of heitur).
Ég veit ekki alveg líffræðilegar skýringar þess að líðanin verður betri. Að fara í bað eða heitan pott hefur hinns vegar ekki langtímaverkun (ef þú ert í mjög slæmu ástandi).ATH.Sértu mjög hrjáð/ur er ekki ráðlagt að fara í sturtu.

#3 : Shake, ís
Verulega góð lausn ef þú kemst ekki í drykkjarjógúrt. Shake er þó aðeins betri en ísinn. ATH : Einungis er ætlast til að shake eða íss sé einungis neytt í litlum mæli við þynnku. Annars hefur "meðferðin" andhverf áhrif. = ALLS EKKI BORðA EðA DREKKA SHAKE Eða íS HRATT.

#4 : Vatn
Vatn er ekki gott á fastandi maga og þess vegna kemur það ekki fyrr en í fjórða sæti. Sé maginn ekki í stakk búinn fer vatnið aftur upp ! En um leið og maginn er komin í jafnvægi er MJÖG MIKILVÆGT að drekka eins mikið og ástand leyfir. Sem sagt til að ná fyrri styrk verður að neyta vatnsins í miklum mæli en þó ekki um of. Svo er líka gott að taka kannski smá vítamín með. Hljómar vitlaust en þetta gerir alveg helling (allavega fyrir næringarsnauða líkama einsog minn).

#5 : NUDD
Mjög gott ! Sérstaklega ef þú ert rúmföst/fastur og sársaukinn nístir !!! Þá gerir mjög gott að láta nudda eða strjúka á sér bakið. Þá er einsog öll þynnka bara hverfi. En þetta, líkt og baðið hefur einungis skammtímaverkun. En Best í heimi á meðan það varir.

Vona að einhver geti notað þessi ráð í harðindum.


|Diljá Depp|mánudagur, mars 22, 2004| |

laugardagur, mars 20, 2004
Gleði Gleði Gleði !!!

Ef ég mundi stofna banka þá mundi ég skýra hann "Á tá og fingri" (einsog í einni sögunni um Andrés Önd) Ég nefnilega græðri á tá og fingri núna, sérstaklega af gosdrykkjarvenjum heimilisfólks... Ég sem sagt ætla að fara með flöskur í endurvinnsluna... með svarta lambhúshetta og leðurhanska !!!
Umm og ég var í þessum töluðu orðum að skoða vefinn hjá ÁTVR og.... ARG það er sko eins gott að ég fái nóg fyrir þessar flöskur þarna... svo vona ég líka að mamma vilji styðja fátækan námsmann???
Og þá er allt reddý fyrir matarboðið í kvöld... !!!

En já fíkniefnaumræðan !!! Eru bara allir með lögleiðingu ? Æi mér er svo sem sama... ekki ætla ég að búa á þessu skeri neitt of lengi... en áhugasamir mega endilega skoða síðustu færslu hjá mér, þar fór fram heit umræða i gær !!!


|Diljá Depp|laugardagur, mars 20, 2004| |

fimmtudagur, mars 18, 2004
Náttúruafurðir

Sumir virðast halda að ýmis eiturlyf séu skaðlaus... en nónónónó....það er ekki svo, þessvegna setti ég inn eftirfarandi grein sem er að finna inn á vefnum fíkn.is. :
Verkunarháttur amfetamíns er a. m. k. að nokkru leyti þekktur. Það eykur losun á þremur boðefnum í miðtaugakerfinu (og úttaugakerfinu). Þessi boðefni eru noradrenalin og dópamin, sem áður eru nefnd (kaflar I og VII), og serótónín. Er talið, að í lægstu virkum skömmtum losi amfetamín einkum noradrenalín úr skaftendum, en dópamín, ef skammtar eru stærri. Talið er, að mjög stórir skammtar amfetamíns eða langvarandi taka þess, losi bæði dópamín og serótónín úr skaftendum. Hafa menn viljað setja geðveikikennd viðbrigði af völdum amfetamíns í samband við þetta.

Ég vona að þeir taki það til sín sem eiga og sýni smá skynsemi í framtíðinni. Þetta er ekkert sniðugt !

|Diljá Depp|fimmtudagur, mars 18, 2004| |


Nýr Heimur

Já fátt er jafn endurlífgandi að eyða tveim dögum í röð í lærdóm innan veggja Þjóðarbókhlöðunnar... Ég veit ekki hvort það sé vegna þess að maður fær innblástur frá öllum fróðleiksfullu bókunum sem þar eru eða það að maður lærir að meta lífið betir þegar maður gengur út úr hlöðunni og sér allt iða af lífi.
Mannsheilinn hefur ekki endalausa einbeitningu og þ.a.l. þarf maður annað slagið að stoppa augnarblik, anda djúpt og dreifa huganum, eflaust ganga fram og fá sér vatnssopa ! Umhverfið býður ekki uppá neina truflun. En ég er nú bara þannig að Guði gerð að ef ég verð ekki fyrir truflun þá trufla ég sjálfa mig. Já hugmyndaflugið fer á flug...og það er alveg ótrúlegt hvað manni getur dottið í hug í þessum aðstæðum. Ég til dæmis tók eftir því að sumir legsteinagarðarnir í vesturbæjarkirkjukarðinum hafa verið málaðir, en það voru þeir ekki þegar ég man eftir mér(allavega ekki svona vel). Ég áttaði mig líka á því að í litlastigaganginum er sundlaugalykt. Ég velti fyrir mér hvort steinarnir í dýkinu (kringum bókhlöðuna) séu sömu steinar og við systkini stikluðum á í barnæsku ? Og hvort að barnadraugabók sem ég las einu sinni sé kannski til á þessu bókasafni ? Ég rifjaði líka upp ógleimanlegt bragð Kebab-Pizzunnar og hvort Það sé möguleiki á að Dísupáfakaukurinn okkar bragðist einsog kjúklingur.... ekki það að ég hafi einhvern hug á að leggja hann mér til munns.
Beta hins vega býr ekki yfir sama ýmindunarafli. Hún þurfti að grípa til myndavélasímans míns og tók myndir af öllum sköpuðum hlutum, svo sem mér, sér, húfunni sinni, bókum, merkjum á veggjum og svo mætti lengi telja. Hluta af þessum myndum er að finna í myndaalmbúminu undir Bókhlaðan !
En júpp það fer nú að hefjast tími hvað úr hverju svo ég læt hér staðar numið.

|Diljá Depp|fimmtudagur, mars 18, 2004| |

miðvikudagur, mars 17, 2004
Hawaii

Já núna held ég bara að nýja síðan mín sé tilbúin en vill samt fyrst fá svona almennings álit - hvað fólki finnst um hana.... Klikkið hér og segið mér hvað ykkur finnst. Hún verður nefnilega að vera lesendavæn sko !
En ég ætla að drífa mig á þjóðar bókhlöðuna sem ég og bræður mínir lékum okkur í sem börn...þegar hún var ennþá bara ótilbúin bygging (sem hún var í ansi mörg ár). Og þar hafði ég hugsað mér að koma einhverju niður á blað í sambandi við lögleiðingu fíkniefna og reyna með því móti að sannfæra kennarann minn um að það sé ekki skynsamleg lausn í íslensku samfélagi !!!
Ef einhver lumar á góðum mótrökum gegn lögleiðingu, þá væru þau vel þegin inní kommentakerfið hér að neðan eða á e-mailið mitt.
En gleði gleði gleði þetta góða veður fyllir mann bjartsýni og svei mér þá ef ég klára bara ekki allan heimalærdóminn sem ég þarf að klára fyrir vikulok.! (sem ég geri alltaf en þessi vika er bara doldið yfirfull af verkefnaskilum)

|Diljá Depp|miðvikudagur, mars 17, 2004| |

mánudagur, mars 15, 2004
OMG

Sko ég skrifaði ábyggilega einhvern tíman um strákinn sem elti mig útum allt á Felix til að segja aftur og aftur og aftur og aftur "ég elskaði þig Diljá í alvöru sko ég gerði það"... og svo hitti hann Betu vinkonu og bara "vá ertu vinkona hennar Diljá " og hélt svo alla ræðuna yfir henni líka hvað hann hefði nú elskað mig einu sinni. Til að losna við urðum við að flýja yfir á Sólon og einhvað ... en það er ekki aðal pointið núna...
Sko ég var uppí skóla áðan í tölvunni einhvað að sækja template fyrir bloggið mitt og Ok. Nei nei - kemur ekki drengurinn...heilsar mér fyrst þegar hann sér mig og ok. En svo löngu seinn þegar hann er að fara þá kemur hann bara einhvað að spjalla og ég bara OMG-vissi ekki hvaðan á mig stæði veðrið sko. Fer einhvað að spyrja hvort ég sé í skólanum og einhvað .... (u-rrrr en ekki hvað ???) ... svo heldur hann bara áfram, á hvað braut er ég og þar fram eftir götunum.
Hefur hann enga blygðunarkennd... eða hef ég of mikla ??? Því ég allavega varða alveg rosalega vandræðalega og ábyggilega alveg eldrauð í framan... Panikaði (einsog maður segir á góðri íslensku) alveg og lokaði blogskins síðuni og allt - ég veit ekki alveg hver var tilgangurinn í því þar sem ég þurfti nottla að opna það allt aftur !!!!
Já svona getur taugakerfið leikið mann grátt.... Mér er enn hlátur í huga...

Svo er ein önnur pæling... Svona glaðir karkyns sjoppustrákar og karlar... Hvað er málið með þá . Hafið þið ekki lent á alveg framúrskarandi hressum sjoppukalli ? Þeir eru ekki bara í góðu skapi heldur er einsog þeir hafi bara hreinlega misst geðheilsuna og þetta sé svona einhver þráhuggja hjá þeim að vera alveg OF-mikið glaðir. Og segja alltaf einhverja lélega brandara. Já það er einsog þessir menn séu búnir að mennta sig í tugi ára aðeins til að geta afgreitt í sjoppu og séu bara rétt nýsloppnir út á vinnumarkaðinn. Einsog kýr á vorin.. ???
Je minn sem dæmi um svona gaura vil ég nefna Tryggva "nutcase" í snævarsvideo og glaða manninn í staldrinu sem virðist vera farinn að þekkja alla starfsenn sambíóana með einhverjum furðulegum gælunöfnum einsog til dæmis "samlokustelpan" og "pylsustrákurinn"... !!! Þetta hljómar eiginlega perralega !

Já það er nóg af furðulegu fólki á þessu litla landi.

Og já ég er að farað hafa matarboð næstu helgi á laugardeginum og bara það verður geðveikt gaman skal ég segja ykkur. Það verður pasta á la Tryggvi...Sem ég vona að heppnist eins vel og áætlað.
Hvítvín með forrétt og aðalrétt en síðann rauðvín með eftirréttnum... uhummm... Ég fæ bara strax vatn í munninn. - sem minnir mig á það að ég er orðin ansi þyrst og ætla að fá mér ískaslt íslensk "fjallavatn" (úr krana)
Þegar við erum svo komnar í rétta stemmarann verður brunað níðrí bæ og skemmt sér fram á rauða nótt !! Oh ég er bara strax farin að hlakka til !


|Diljá Depp|mánudagur, mars 15, 2004| |


Breytingar í aðsigi

Jæja nú ætla ég að farað skipta um blog og fannst kannski þetta koma til greina í svona smá djóki og á hinn bóginn var það þetta.... ????
Já og hvað finnst ykku á ég frekar að hafa þetta eða skipta í annað hinna ???
Þau þarfnast smá lagfæringar en viljiði kíkja og segja mér hvað ykkur finnst ?

|Diljá Depp|mánudagur, mars 15, 2004| |

föstudagur, mars 12, 2004
Ég og Forrest Gump !!!

OMG heyriði ég tók svona próf áðan "What Movie Do You Belong In ?" Og vitiði menn hér koma niðurstöðurnar :

CWINDOWSDesktopGump.JPG
Forrest Gump!


Í hvaða mynd tilheyrið þið!)


|Diljá Depp|föstudagur, mars 12, 2004| |

miðvikudagur, mars 10, 2004
MYNDIRNAR KOMNAR !!!
jæja það er orðið doldið langt síðan ég bloggaði !!!
En nú eru bústaðamyndirnar komnar í myndaalmbúmið. Ferðin var æðisleg, það var aldrei dauður punktu (ekki svo ég muni... en ég man ekki allt...) EN já við spiluðum Twister og Party og Co grimmt á laugardaginn ... mjög gaman. Svo var farið í pottinn, grillaðar pylsur, spilað fatapóker, kappdrykkja og ég veit ekki hvað og hvað.
Kíktum á Selfoss á leiðinni uppí bústað og keyptum KFC og svo bara já ég man ekki allt en það VAR MJÖG GAMAN. Það sem stóð uppúr ? Um æ ég held bara allt saman... sko þegar Siggi var konungur Landsins, Matti með Mercury og já þegar löggan stoppaði okkur á Selfossi.... bara gaman. Föstudagurinn fór soldið ofan garðs og neðan... já ég man ekkert eftir honum fyrren eftir klukka 4, þá hafði ég verið búin að fara í pottinn en farið svo og drepist... en rankaði við mér áður en nóttin var öll og tók þátt í fjörinu það sem eftir var áf nóttinni og langt framá dag...Fór ekkert að sofa aftur föstudagsnóttina.. beið með það þangað til á sunnudagsmorgun !!!
En já kíkið á myndirnar, þær eru reyndar ekki allar inni, þar sem einhver vildi ekki láta birta af sér myndir, það var reyndar ekkert að myndunum, þær BARA FYNDNAR en það er bara missir fyrir þá sem skoða.. en það er samt fullt af skemmtilegum myndum... kíkja!

|Diljá Depp|miðvikudagur, mars 10, 2004| |

föstudagur, mars 05, 2004
Umm já mín var að vinna til þrjú í nótt, fór svo heim að læra og mætti galvösk í próf klukkan átta í fyrramálið...
FORSUMARFRÍIÐ MITT
Já hún Þóra vinkona er að halda uppá afmælið sitt um helgina í sumarbústað sem er "ég veit ekki hvar" og ég mæti ásamt fleirum... ég held við verðum svona ca' sjö... gaman gaman.
Og bara pottastemmari með gin í tónik (uppáhalds drykkurinn minn) og cammenbert með ritz kexi...yummí
En uppí bústað er ekki nettenging þannig að ég skrifa lítið af fréttum inná þessa blessuðu síðu fyrrén á sunnudagskvöldið eða mánudaginn...Ég biðst forláts !
En ég ætla að vera dugleg að taka myndir í bústaðnum á símann minn (betri en engar myndir...) og þær koma að sjálfsögðu inn á þess síðu eftir helgi !!MMM mig hlakkar svo til !!! alveg með fiðringinn í maganum... bara einhverstaðar uppí sveit og þarf ekki að spá í NEINU !

En ég VERÐ að koma einu á framfæri... Ég þoli ekki RISASTÓR bílastæði... ég er svo mikill gúbbí fiskur að ég man yfirleitt ekki hvar ég lagði bílnum mínum... stend bara einhverstaðar á miðju stæðinu með fjarstýringuna í höndinni og reyni að heyra hvar bíllinn pípir. Jújú ég man oft hvar bíllinn er en þar sem ég legg á skólabílastæðinu á hverjum einasta morgni klukkan 8 og heilinn ekki alveg komin í gang þá kemur það alveg fyrir að ég labba alveg í þveröfugan enda stæðisins og fer svo að velta fyrir mér "hvar var aftur bíllinn minn ???" og þá kemur þjófavörnin að góðum notum... þar sem það eru svona 100 aðrar hvítar Corollur á sama stæði í senn...

Jæja ég ætla að drífa mig í ljós og pakka og uppí bústað í einum grænum... ADJØ !

|Diljá Depp|föstudagur, mars 05, 2004| |


Frí-Frí-Frí

Ég er að fara í frí frá Reykjavík um helgina og þakka ég henni Þóru vinkonu fyrir það sem ætlar að halda uppá afmælið sitt uppí sumarbústað einhversstaðar "ég man ekki hvar". En þar verður mikil gleði. ég þarf samt að læra alveg böns, á að skila heimildaritgerð eftir eina og hálfa viku og svo er sálfræðipróf á þriðjudaginn.. uffameija....
Mig hlakkar svakalega til, ég tek með mér uppáhaldsdrykkinn minn (gin í tonic að sjálfsögðu) og góðan cammenbert ost (eða hvernig sem það er skrifað !!!) ég ætla reyndar ekki eingöngu að lifa á þessu um helgina...
Svo að sjálfsögðu tek ég með kokteil rör og regnhlífar...
Gleði gleði gleði, það verður svo gaman að fara einhvað og slappa bara af, kíkja í heita pottinn og góður fílingur ! Gleði gleði gleði ! En það sem ég ætlaði aðallega að koma á framfæri var semsagt að ég skrifa ekkert meir hér semsagt fyrr en á sunnudagskvöld eða mánudag.... ég hef semsagt öðrum þarfari hnöppum að hneppa !!!!!

E.s. En myndir úr sumarbústaðaferðinni koma að sjálfsögðu inn eftir helgina !!!

|Diljá Depp|föstudagur, mars 05, 2004| |

fimmtudagur, mars 04, 2004
Ég er svo glöð

Munið þið eftir skemmtulegu barnaefni sem fjallaði um Alfreð önd ? Lagið við þáttinn var einhvernveginn svona : "ég er svo glaður, svo glaður, svo glaður, svo ofsalega glaður"-svo man ég ekki meir. Mig langaði barað deila því með ykkur þar sem ég syng þetta lag mjög oft þegar ég er glöð... í huganum það er að segja !!! Ég fór nefnilega í Líffræðipróf áðan, sem ég var búin að læra mjög vel fyrir...En svo kom ég í prófið og það var bara sóðalega erfitt... Samt er þetta ekkert flókið efni, og ég veit ekki betur en að allir aðrir hafi verið óánægðir líka... En vitið menn ég fékk kennarann til að fara yfir prófið mitt og ég er ekki með undir 9,0... Gleði gleði gleði ! Já sem þýðir að ég er með nógu háa meðaleinkun í líffræði til að sleppa lokaprófinu...Gleði, gleði, gleði !

Líffræði kennarinn minn er doldið fyndin týpa... algjör vísindagaur, og í kennslu er hann nákvæmlega eins og "atvinnumaðurinn", ef þið kannist við þættina, sem voru sýndir á skjá eitt ef ég man rétt. Já hann er nákvæmlega eins og atvinnumaðurinn, ekki í útliti heldur hvernig hann talar "það er eiginlega, nei sko, það má segja að ... u ... eða" svona byrja margar settningar hjá honum, hann veit aldrei hvað hann ætlar að segja.

En mikið er þetta hrikalegt mál með þarna útlendinginn sem lést. Af hverju var honum ekki bara keyrt á spítala ? Ég veit alveg að þeir voru að reyna að vernda sína hagsmuni... En kommon... Löggan er hvort eð er búin að ná í þá núna...Æ mig finnst bara hræðilegt að einvher sé svo vitlaus að koma ekki manni sem er orðinn fárveikur á spítala... þó hann sé fullur af eyturlyfjum að innan.. bara þess frekar... Þeir hljóta að hafa áttað sig á að ef þetta hafi verið umbúðir lyfjanna í maganum sem væru sprungnar þá myndi hann deyja... Og í svoleiðis tilfellur þarf að keyra fólki á sjúkrahús. Spáið í þjáningum !!!

|Diljá Depp|fimmtudagur, mars 04, 2004| |


Je minn

Vitiði hvað hún Beta er illkvittinn ? (ath, að eftirfarandi atburðir áttu sér allir stað á MSN) Í dag tjáði hún mér það að hún hefði sent e-mail í kennarann minn sem hljóðaði einvhernveginn svona :

Sæll Aron, ég heiti Helga Diljá og sæki
sálfræðitíma hjá þér og vildi bara segja
þetta: "ég er rosalega skotin í þér og
finnst þú vera flottur gaur"


En já ég að sjálfsögðu hélt að stelpan væri að djóka... en eftir langar rökræður þá sagði hún ennþá bara æ Diljá þetta er bara fyndið! Og einhvað í þessa áttina og "æ ég er svo biluð", en svo fór að renna á mig tvær grímur þegar hún var farin að segja "æ hvað hef ég gert" og "æ sorry, oh ég get verið svo biluð" og "ertu brjáluð ?" og svo fylgdu með svona broskall að roðna. (verð að segja hér að ég fíla David Gray því hann er akkúrat núna í útvarpinu). Og rökræðurnar voru alveg heillangar, ég tók nú ekki tímann. En ji loksins þegar ég sagði "Beta ég segi ekki múkk meir fyrr en þú hefur sagt þér einhvað til málsbótar" en þá loksins viðurkenndi hún djókið og sagðist nú ekki vera svona rugluð... en vá ég var farin að svitna í lófunum og stífna í sætinu, orðin hálf rauð í framan og vissi ekki alveg hvað ég ætti af mér að gera, ég allavega hætti öllum lærdómi og bloggskrifum á meðan á "sjokkeringunni" stóð. Nú eru svona fimm klukkutímar síðan og ég er enn með svona "hjúkket" tilfinninguna.... sko vá ég fékk sjokk.

|Diljá Depp|fimmtudagur, mars 04, 2004| |

miðvikudagur, mars 03, 2004
Kallinn sem pissaði á sig !

Ég hef ákveðið að segja söguna um kallinn á Nasa sem pissaði á sig.
Ég var að vinna á Nasa um helgina, á balanum þar sem ég er meir og minna ein einsog kunnugir vita. Þegar tekur að líða á laugardagskvöldið kemur til mín maður, mjög grannur, með gleraugu, sígarettu út um annað munnvikið og alveg afskaplega heimskulega andlitsdrætti (þó svo ég kunni ekki að skilgreina hvað heimskulegie andlitsdrættir séu !!!). Maðurinn var um fimmtugt.
Hann reynir að mynda einhver orð, eða það er það sem ég held hann hafi verið að reyna en ég skildi ekki bofs, sá bara skína í "tennurnar" sem voru eiginlega ekki lengur tennur heldur meira einsog svart-hvítt listaverk eftir picasso. Hann röltir svo fram og til baka fyrir framan borðið (balaborðið) en staðnæmist svo við annan enda þess og reynir að ná sambandi aftur, ég margýtreka að ég skilji ekki hvað hann segir en heyri svo að maðurinn segir "ég kem og sæki þig í nótt".
HUMMM??? ég velti fyrir mér hvort þetta væri kannski maðurinn með ljáinn kominn að láta mig vita að ég skyldi deyja í nótt, Voru dagar mínir taldir ??? Nei, ég er enn lifandi svo þetta var ekki hann !
Ég hins vegar snéri mér við og gekk að hinum enda borðsins, hafði ekki mikinn áhuga á félagsskapi karls. En næst þegar ég veit stendur hann beint fyrir framan mig og bara starir, hvað átti Diljá að gera núna? Ég prófaði að spyrja nokkrum sinnum "get ég einhvað aðstoðað þig" í von um að hann færi og aðrir viðskiptavinir kæmust að. En allt kom fyrir ekki. Þarna stóð hann bara og starði! Og þeir sem þekkja mig vita ábyggilega að mér þykir alveg ótrúlega óþægiegt þegar fólk starir á mig, hvort sem það er mamma mín eða einhver ókunnugur. Ég fór að snúa mér í hringi að athuga hvort ég sægji glitta í dyravörð einhversstaðar! Og jú á endanum fann ég þennan stóra sköllótta sem ýtti karli í burtu. En um leið og Sköllóttur sá ekki til laumaðist karl aftur að balanum hjá mér. Ég fann aftur sköllóttan og karl var rekinn í burtu. Þegar staðurinn er að loka kemur karl í þriðja skipti að borðinu hjá mér, hallar sér fram og segir mjög alvarlegur "ég meig á mig í vísindaskyni" einsog hann væri að segja einhvað sem ég hefði áhuga á??? En ég vissi ekki alveg hvað ég átti að segja en á endanum sagði ég bara "jájá það er ágætt líka". Var þegar þarna er komið við sögu búin að átta mig á að þessi maður var ekki heill á geðsmunum, og eiginlega alls óútreiknanlegur. Karlinn bað um bjór og rétti mér kortið sitt og fór svo að segja einhverja sögu að ég held, því ég skildi manninn ekki frekar en í fyrra skiptið en hún var einvhern vegin svona "blablabla fólkið....blablabla...aftan....blablabla...þær....og allir.....svo ég meig bara á mig" Og svo skellti hann uppúr,hláturinn minnti einna helst á hlátur úr geðsjúkum fjöldamorðingja í amerískri "morðingjamynd". Ég bað manninn vinsamlegast að kvitta ! En NEI karl segir "erum við að farað elskast útum allan bæ í nótt" ummm ég var ekki lengi að svara manninum þó mér hafi verið doldið brugðið "nei það er ekki að farað gerast". Svo hann sagði "ég væri til í að elskast með þér í nótt" Ég fékk á tilfinninguna að hann hafi ekki skilið það sem ég sagði svo ég endurtók "nei það er ekki að farað gerast" Þá sagði maðurinn, hratt og reiðilega "ég er ekkert að segja það, ég ætla barað fá einn bjór". En bjórinn var enn fyrir framan hann og hann átti bara eftir að kvitta. síðan segir hann "Nei, ég væri alveg til í að elskast með þér eina nótt, og , og , og ...... segja svo bara bless" og svo vinkaði hann með höndinni út í loftið. En nú var dyravörðurinn vinur minnkomin aftur að reka hann út þar sem búið var að loka staðnum-Guði sé lof.
Þessi karl minnti einna helst á persónu úr Englum alheimsins eða einhvað álíka, hann var kex ruglaður !!! Eftir vinnu vorum við svo að tala um kallinn og þá sagði Unnar dyrasnápi frá því að umræddur karl hafði komið til hans þetta kvöld og sagt "ég þarf nýjar buxur, ég pissaði nefnilega á mig". Svo þá vitum við það öll að kallinn pissaði á sig inn á Nasa !! En svona ógeðs kallar (fimmtug nötkeis á kleppi) eru ástæðan fyrir því að mér finnst óþægilegt að vinna svona ein !

|Diljá Depp|miðvikudagur, mars 03, 2004| |

mánudagur, mars 01, 2004
Which Messed Up Barbie Version Would I Be

Já ég fann þetta skemmtilega próf á síðunni hjá henni Hildi Björk. Hér að neðan eru svo niðurstöðurnar mínar.
Soroity Slut
You're Soroity Slut Barbie! You're easy and you're
really cheesy! Have fun with the entire
football team.
JÁ, sem sagt ef ég væri barbie þá væri ég afskaplega lauslát Barbie, ég prófaði meirað segja að breyta einu svari en samt kom "you are soroity slut Barbie" (var samt að spá á þetta ekki að vera sorority???) Þannig að SO BE IT, og er ég þ.a.l. eiginlega bara fegin því að vera ekki barbí.

Hér er svo prófið fyrir þá sem vilja...

Svo tók ég annað próf, niðurstöðurnar úr því gáfu doldið öðruvísi niðurstöður en jæja ....
pure
Congrats! Your a Pure Angel! Angels, as far as most of them go, are all compatabile creatures, but Pure ones simply are symbols of God. Pure Angels always appear when a child is born, when a rainbow is seen, or when someone shares their first kiss. They never grow old, an can appear in the shape of a naked woman with white, bold wings. Pure angels are the carriers of god, and show their love to everyone in the world.
Hvernig engill ertu!

|Diljá Depp|mánudagur, mars 01, 2004| |



HUNK
Hunk allra Hunka !!!
Hunk-inn að þessu sinni hefur oft verið kallaður
"the sexiest man alive" og ber þann titil með rentu.
Hann hefur leikið í samtals 37 myndum og þess má til gamans
geta að hann lék í fyrstu myndinni sama ár og ég fæddist (1984)
Hann hefur hlotið 25 tilnefningar til alskonar verðlauna m.a.
Oscar, Golden Globe og Bafta film Award og á Hollywood film festival
2003 var hann verðlaunaður sem "Actor of the year".

Þó hann sé mest þekktur fyrir leiklistina hefur hann fengist við
ýmislegt annað s.s.fyrirsætustörf fyrir H&M,spilað á gítar í Oasis lagi,
og leikstýrt tónlistarmyndböndum. Já honum er margt til lista lagt
og það er ekki nóg með að hann sé alveg ótrúlega hæfileikaríkur og
good lúkking heldur er hann líka kærastinn minn fyrir þá sem ekki vita.
Hann á einmitt 41 árs afmæli núna 9. júni (miðvikudagur) og aldrei að vita
nema hann verði á landinu og maður hafi einhvað smá gigg í tilefni dagsins.

Kíkið á fyrrum "hunk" HÉR