Hver á síðuna ?
Nafn: H.Diljá J.
Aldur: Ég er 20!
Búseta: í Grafarvogi
Skóli: Nemi í Borgó
Vinna: Sambíóin og Tapas barinn
E-mail: helga_dilja@hotmail.com
Sími: 864-7363

Favorite
Mynd: Star Wars
Matur: Kebab-Pizza
Staður: McDonald's
Dýr: Hvítur Tígur
Drykkur: Gin í Tonic
Þáttur: BLUSH :Just shoot me
Litur: Bleikur og Blár

Links
Myndaalmbúmið
Sam-vinnumyndir
Bland í Poka
80's Gyðjur
Bústaða afmælið!
Bókhlaðan!
MATARBOÐIÐ
Fyrrum Gullkorn
Bland í poka 2
SUMARIÐ 2004

Archives
Janúar'04
Febrúar'04
Mars'04
Apríl'04
Maí'04
Júní'04
Júlí'04
Ágúst'04
September'04
Október'04
Nóvember'04
Desember'04
Janúar'05
Fólkið á klakanum

Tékk it át
Atli
Beta Gyðja
Einar
Erna Gyðja
Eyrún P. Gyðja
Gyðjurnar
Hildur Gyðja
Ingibjörg Gyðja
Ingó-Felgur
Lára Gyðja
Lára á Nasa
Sigrún
Sólrún
þriðjudagur, júní 29, 2004
FYRSTA HELGIN Í JÚLÍ FRAMUNDAN !!!

...Og ér er að vinna !!! Vei... Verð nefnilega að vera dugleg að vinna þessa helgi svo ég eigi efni á fríi þá næstu því þá verður hann Jón Fannar frændi í heimsókn og ég er búin að lofa að fara með honum bæði að djamma og líka út á land...
Fyrir þá sem ekki vita þá býr Jón Fannar í Noregi í sama bæ og ég bjó í eitt sumarið,Halden. Hann er '82 módel og kemur með tvo vini sína með sér, Frank og Ole Petter. Það hlýtur að vera langt síðan hann hefur komið til Reykjavíkur þar sem hann spurði mig hvort við gætum ekki bara tjaldað í Laugardalnum eða einhvað ???
Ég tjúttaði ekkert síðurstu helgi því ég var svo slöpp... En á laugardeginum var ég að vinna í Kjörstjórn Reykjavíkur kjördæmis norður, þar sem forseta kostningar fóru fram um allt land og öllum að óvörum var það Ólafur nokkur Ragnar Grímsson sem bar sigur úr bítum...
Ég var í meira lagi ógeðslega sjúskuð og svo kom auðvitað hellingur af fólki sem maður þekkti - Já en ekki hvað, ALLTAF ÞEGAR MAÐUR VONAR að maður þekki engan !!!
En ég er að fara á bjórkvöld í kvöld...loksins loksins... Á tíma sem hentar mér !!! Á þriðjudagskvöldi, já ef öll þriðjudagskvöld væru svona góð !!!
Þetta er sko Tapas-Staffa-bjórkvöl.
Meira um það seinna en ég er farin að vinna !!!
Rendez-vous

|Diljá Depp|þriðjudagur, júní 29, 2004| |

föstudagur, júní 11, 2004
Vaknaði í Keflavíkk !!!

Ég freistaðist til þess að kíkja "aðeins" á tjúttið eftir vinnu á Tapas á laugardaginn.
Kíkti í partý hjá kærastanum hennar Gunnu. Þar var nú einn ansi skrautlegur...já sóðalegur með meiru, og ég tók mig til og talaði hann inná það að nú þyrfti hann sko að fara í sturtu (svo við gætum stungið af niðrí bæ á meðan og hann yrði sem sagt eftir)- Hann allavega féll kylliflatur fyrir bragðinu og skellti sér í kalda sturtu. Gunna síðan beilaði á að kíkja í bæinn og ég neyddist til að fara með tveim bláókunnugum strákum í bæinn. Og jæja síðan auðvitað stakk ég þá af = ÉG VAR EIN Í BÆNUM og það veit Guð að ég var ansi langt frá því að vera edrú. Jæja ég man nú ekkert hvert ég fór eða hvern ég hitti en ég man samt (eða rámar í öllu heldur...)að hann Hrannar keyrði mig uppí Kringlu. Og það væri forvitnilegt að vita hvað ég ætlaði að gera þar - Því eftir að Hrannar var farinn hugsaði ég "er ég komin í kringluna ??? hvað ætlaði ég nú að gera hér" já afskaplega hentugt að vera ein á bílastæði í kringlunni um kl.7 á sunnudagsmorgni. Beta hringdi og plataði Anítu og Unnar til að ná í mig en síðan er það mér algjör ráðgáta af hverju mér var keyrt heim til Ölvers ??? - Jæja og síðan fæ ég símhringingu frá Keflavík og næsta sem ég veit er að það er bíll að koma frá Keflavík að sækja mig. Já það er naumast. Ég sem sagt vaknaði í Keflavík í morgun !!!
Maður hefur oft heyrt einhvern tala um að farað djamma í einum bæ og vakna í þeim næsta en aldrei hefur mig grunað að þetta gæti komið fyrir mig (kannski hugsa margir "mig hefði nú alveg grunað það ???") en maður verður bara að taka því sem að höndum ber og gera gott úr því. Já já svo á leiðinni í bæinn má eiginlega segja að ég hafi verið stödd í smá "grand turismo" (hvernig sem það er nú skrifað?) sénu - þar sem ökumaður hafði ekki alveg fullan skilning á því hvað hraðinn getur verið hættulegur sérstaklega þegar honum er hrært saman við kærulausar áhættur.

En jæja er fólk komið með skóla-fráhvarfseinkenni ?
Ég allavega hlakka bara til að byrja aftur næsta haust og ætla sko að standa mig enn betur í þetta skiptið-Batnandi fólki er best að lifa :)

P.S
Eru allir hættir að lesa síðuna mína eða er bara kommentakerfið dottið úr tísku ?

|Diljá Depp|föstudagur, júní 11, 2004| |


???

Ég er búin að vera að vinna alla daga niðrí bíói undanfarið eiginlega yfir mig og sökum líkamlegra galla verð ég eiginlega að viðurkenna að ég ræð ekki við svona mikið-Verð bara búin, í alvörum, án djóks, þá erum við að tala um að ef ég væri í fríi alla helgina, þá mundi ég samt ekki nenna að djamma af því að ég hreinlega gæti það ekki- Ég er alveg BÚIN - Væri bara til í að liggja bara uppí rúmi!!!
En þessa dagana er ég títt spurð af því af hverju ég sé ekki búin að blogga eða setja inn nýjar myndir... Reyndin er ekki sú að ég hafi ekkert að segja... Nei ég held sko ekki. Ég gæti skrifað hérna fleiri fleiri síður af einhverjum pælingum og rugli en reyndin er bara sú að annað hvort mundu þeir fáu sem lesa þessa síðu hætta því eða gerast þunglyndir. Á bara doldið erfitt með að sjá björtu hliðarnar þess dagana og þess vegna má eiginlega segja að það sé hagur annarra að ég tjái mig ekki of mikið.

Það er samt alveg ótrúlegt hvað mér tekst stundum... Ég er að vinna í smá glerbúri sem kallast miðasala og einhvernveginn tókst mér að gjörsamlega tína bíllyklunum mínum þar. Samt eru þeir alltaf bara ofan í tösku eða hjá lúgunni minni en NEI. Þeir fundust hvergi og ég þurfti að skilja bílinn eftir niðrí bíó og Atli keyrði mig heim. Takk kærlega Atli. En ég bara botna þetta ekki... hvar í andsk. eru lyklarnir ??? - Við leituðum í óskiladótinu og allt.

SKO DEM FOKK SJITT EF ÉG VÆRI EKKI BARA TIL Í EITT ÁGÆTIS FYLLERÍ NÚNA,ALMENNILEGT SKRALL !!!

|Diljá Depp|föstudagur, júní 11, 2004| |

þriðjudagur, júní 01, 2004
Dumb and Dumber

Flestir mundu halda að blæjubílar væru til nota í góðviðri en ég mætti fólki áðan sem var allt annarrar skoðunar. Þau voru keyrandi blæjubíl með blæjuna niðri, í RIGNINGU !!!
Okey kannski var blæjan biluð, fór ekki aftur upp(whatever)... En COMMON, Það er spurning um að láta "cool-ið" stundum víkja fyrir common sence...

P.s. Ensku slettur eru einhvað í tísku hjá mér í dag !?!

|Diljá Depp|þriðjudagur, júní 01, 2004| |



HUNK
Hunk allra Hunka !!!
Hunk-inn að þessu sinni hefur oft verið kallaður
"the sexiest man alive" og ber þann titil með rentu.
Hann hefur leikið í samtals 37 myndum og þess má til gamans
geta að hann lék í fyrstu myndinni sama ár og ég fæddist (1984)
Hann hefur hlotið 25 tilnefningar til alskonar verðlauna m.a.
Oscar, Golden Globe og Bafta film Award og á Hollywood film festival
2003 var hann verðlaunaður sem "Actor of the year".

Þó hann sé mest þekktur fyrir leiklistina hefur hann fengist við
ýmislegt annað s.s.fyrirsætustörf fyrir H&M,spilað á gítar í Oasis lagi,
og leikstýrt tónlistarmyndböndum. Já honum er margt til lista lagt
og það er ekki nóg með að hann sé alveg ótrúlega hæfileikaríkur og
good lúkking heldur er hann líka kærastinn minn fyrir þá sem ekki vita.
Hann á einmitt 41 árs afmæli núna 9. júni (miðvikudagur) og aldrei að vita
nema hann verði á landinu og maður hafi einhvað smá gigg í tilefni dagsins.

Kíkið á fyrrum "hunk" HÉR