Hver á síðuna ?
Nafn: H.Diljá J.
Aldur: Ég er 20!
Búseta: í Grafarvogi
Skóli: Nemi í Borgó
Vinna: Sambíóin og Tapas barinn
E-mail: helga_dilja@hotmail.com
Sími: 864-7363

Favorite
Mynd: Star Wars
Matur: Kebab-Pizza
Staður: McDonald's
Dýr: Hvítur Tígur
Drykkur: Gin í Tonic
Þáttur: BLUSH :Just shoot me
Litur: Bleikur og Blár

Links
Myndaalmbúmið
Sam-vinnumyndir
Bland í Poka
80's Gyðjur
Bústaða afmælið!
Bókhlaðan!
MATARBOÐIÐ
Fyrrum Gullkorn
Bland í poka 2
SUMARIÐ 2004

Archives
Janúar'04
Febrúar'04
Mars'04
Apríl'04
Maí'04
Júní'04
Júlí'04
Ágúst'04
September'04
Október'04
Nóvember'04
Desember'04
Janúar'05
Fólkið á klakanum

Tékk it át
Atli
Beta Gyðja
Einar
Erna Gyðja
Eyrún P. Gyðja
Gyðjurnar
Hildur Gyðja
Ingibjörg Gyðja
Ingó-Felgur
Lára Gyðja
Lára á Nasa
Sigrún
Sólrún
miðvikudagur, september 29, 2004
FÆRSLA NR. 100 !

100 stykki takk fyrir ! og í tilefni að því ætla ég að gera smá tilraun. Mér hefur ekki gengið sem skyldi að snúa við sólarhringnum fyrir skólann svo ég ætla að taka á það ráð að fara ekkert að sofa í nótt (eða reyna það a.m.k.). Þá get ég t.d. eitt tímanum í að taka til áður en mamma og pabbi koma aftur heim frá útlöndum og eins og gefur að skilja þá hefur safnast upp allmikið drasl sumstaðar. Þetta mundi gera það að verkum að annað kvöld (þ.e. miðvikudagskvöldið) verð ég orðin örmagna af þreytu og fer snemma að sofa og vakna svo endurnæð Á RÉTTUM TÍMA á fimmtudaginn. Hins vegar gæti farið svo að tilraun misheppnist. Þ.e. ef að ég sofna og sef þá væntanlega yfir mig. Ef ég hef orku til ætla ég að blogga um það á morgun hvernig heppnaðist. Svo að þið þarna sem eigið við sama vandamál að stríða vitið þá hversu sniðugt þetta er !

|Diljá Depp|miðvikudagur, september 29, 2004| |

þriðjudagur, september 28, 2004
Ég er einn í kvöld

Það var löngu ákveðið að snúa aftur í ómenninguna í 101 síðastliðna helgi. Föstudaginn var ömurlegt veður og ENGINN að djamma. En laugardaginn var stelpunni boðið í afmæli og innfluttningspartý og allan pakkann... Kíkti til Þóru í fyrir-Scooter-partý (ATH. ÉG FÓR EKKI Á SCOOTER), svo tölti ég í innflutningspartý íHúsahverfi og þaðan lá leiðin til Gunnu Siggu í afmæli. KVöldið endaði ekki. Heldur var ég að halda heim á leið um 9-10 leitið úr einhverju ógeðslegasta partý sem ég hef nokkurn tíman látið sjá mig í. Líðan á Sunnudeginum var eftir atvikum !
Ég var orðin aðeins hás fyrir helgi og er nú með þessa líka silkimjúku viskí rödd. Ég og Hemmi Gunn ættum að syngja lagið "ég er einn í kvöld" í fallegum dúett.

Chá !


|Diljá Depp|þriðjudagur, september 28, 2004| |

fimmtudagur, september 23, 2004
Fer ekki til London

Nei það er víst, ég ætlaði að reynað plata bróðir minn út á sama tíma svo ég hefði einhvern til að djamma með en hann komst ekki...
En í staðinn fer ég til Noregs og verð alveg viku DJAMM DJAMM DJAMM
Ég færi einhverjar system skjöl í tölvunni minni og vitið menn ... það var ekki hægt að opna windosið eftir það..svo ég er búin að vera tæpa viku tölvulaus. Frábært líka að á þeim tíma fór ég t.d. í félagsfræðipróf en allar glósurnar mínar voru í tölvunni. Ég les eiginlega aldrei námsbækurnar, læt glósurnar alveg duga. Nema auðvitað um sögubækur í Íslensku eða öðrum tungumálum sé að ræða.
Já já. Snæbjörn bjargaði svo tölvunni minni og sparaði mér mikið vesen. Geðveikt almennilegur og benti mér á í leiðinni að það væri GEÐVEIKT mikið af vírusum í tölvunni minni, svo ég tók mig bara til og setti windosið upp aftur - Ég ? Eiginlega var það bróðir minn hann Sigmundur sem gerði þetta allt fyrir mig.
Takk Simmi og Snæbjörn !

En NEI !!! Svo ætlaði ég að fara að glósa í tíma áðan og vitið menn, ég er ekki með office pakkann. Word, power point, excel...Svo ég varð að nota wordpad...jájájájá HAKÚNA MATATA !
Ég er núna alla vikuna búinað verað vesenast með þessa tölvu fram og til baka og eytt ófáum klukkustundunum til einskins og hefði átt að vera að lesa bókina "óvinafögnuður" sem ég er að fara í próf í á eftir... Ég ætlaði að lesa hana í nótt en ég er bara svo lengi að lesa og mér þykir það ekki gaman svo ég sofnaði... Þrátt fyrir að ég væri ekki einu sinni þreytt.
Æji það er allt svona meira og minna í vaskinum þessa dagana...en bara HAKÚNA MATATA, ENGAR ÁHYGGJUR !

|Diljá Depp|fimmtudagur, september 23, 2004| |

þriðjudagur, september 14, 2004
Ég ætla að skreppa til London 14-18.október

Ef allt gengur að óskum.

|Diljá Depp|þriðjudagur, september 14, 2004| |

miðvikudagur, september 08, 2004
Sumarið 2004

Það er töluvert síðan forritið sem ég nota til að skoða myndirnar í símanum mínum og til að tæma myndamöppuna bilaði og þ.a.l. er ég ekki búin að vere duglega að taka myndir, þar sem minnið var fullt. Og þess vegna er ég fyrst núna að setja inn allar þær myndir sem hafa verið teknar af viðburðum sumarsins. Verzlunarmannahelgin, nauthólmsvík, stúdent hjá Louisu, afmæli hjá Telmu, Afmæli og stúdent hjá Bjarna bróður og fl. og fl. Kíkiði endilega, myndirnar eru undir linknum "Sumar 2004" í myndaalmbúminu.
Flóki er alveg búin að vera að gera það undanfarið og eru sumir fjölskyldumeðlimir farnir að hallast að því að lóga honum. En það er ekki inní myndinni hjá mér. Hann fer hvergi.
Já já svo er ég að tala við einhvern frakka á msna ? hver er það ?
Sálfræðikennarinn minn er búinn að vera veikur síðan á mánudaginn og verður heldur ekki á morgun og svo er ekki sálfræði á föstudögum þannig að það verður örugglega þvílík törn í næstu viku...já svei mér þá.
Ég las grein í DV á Mekong um daginn. Heil opna um barna-gíslatökur-morðin í Beslan. Vá fór næstum því að gráta. Verið að sýna mynd af barni sem var með risasár niður allt bakið (dáið örugglega), litinn strák með nærbuxurnar niður um sig og foreldra að gráta börnin sín eða aðra foreldra sem voru ekki enn búnir að finna börnin sín.
Vá hvað ég var líka reið, sérstaklega þegar ég fór að lesa sjálfa greinina. Ég held að það sé EKKI MANNLEGT að haga sér svona og ég er ekki að grínast, ég held að menn sem geri svona hljóti bara að vera andsetnir, Sorry, tilbiðjandi einhverja "guði" sem hvetja til svona verka. Eða hvað í heiminum getur hvatt nokkurn mann til að gera svona nema djöfullinn sjálfur. Setið ykkur í spor þessa fólks. Ég á 10 ára bróður. Börn eru líka bara börn. Mér er drullu sama um hvað á undan er gengið eða hvað þeir vilja fá fram. Þetta eru BÖRN. Ef þessir menn eru ekki andsetnir þá veit ég ekki hvað. Svo held ég að Osama bin Laden sé hægri hönd kölska.
Vá Þó engin í Beslan lesi síðuna mína þá vil ég samt votta þeim samúð mína. Guð blessi ykkur.



|Diljá Depp|miðvikudagur, september 08, 2004| |



HUNK
Hunk allra Hunka !!!
Hunk-inn að þessu sinni hefur oft verið kallaður
"the sexiest man alive" og ber þann titil með rentu.
Hann hefur leikið í samtals 37 myndum og þess má til gamans
geta að hann lék í fyrstu myndinni sama ár og ég fæddist (1984)
Hann hefur hlotið 25 tilnefningar til alskonar verðlauna m.a.
Oscar, Golden Globe og Bafta film Award og á Hollywood film festival
2003 var hann verðlaunaður sem "Actor of the year".

Þó hann sé mest þekktur fyrir leiklistina hefur hann fengist við
ýmislegt annað s.s.fyrirsætustörf fyrir H&M,spilað á gítar í Oasis lagi,
og leikstýrt tónlistarmyndböndum. Já honum er margt til lista lagt
og það er ekki nóg með að hann sé alveg ótrúlega hæfileikaríkur og
good lúkking heldur er hann líka kærastinn minn fyrir þá sem ekki vita.
Hann á einmitt 41 árs afmæli núna 9. júni (miðvikudagur) og aldrei að vita
nema hann verði á landinu og maður hafi einhvað smá gigg í tilefni dagsins.

Kíkið á fyrrum "hunk" HÉR