Hver á síðuna ?
Nafn: H.Diljá J.
Aldur: Ég er 20!
Búseta: í Grafarvogi
Skóli: Nemi í Borgó
Vinna: Sambíóin og Tapas barinn
E-mail: helga_dilja@hotmail.com
Sími: 864-7363

Favorite
Mynd: Star Wars
Matur: Kebab-Pizza
Staður: McDonald's
Dýr: Hvítur Tígur
Drykkur: Gin í Tonic
Þáttur: BLUSH :Just shoot me
Litur: Bleikur og Blár

Links
Myndaalmbúmið
Sam-vinnumyndir
Bland í Poka
80's Gyðjur
Bústaða afmælið!
Bókhlaðan!
MATARBOÐIÐ
Fyrrum Gullkorn
Bland í poka 2
SUMARIÐ 2004

Archives
Janúar'04
Febrúar'04
Mars'04
Apríl'04
Maí'04
Júní'04
Júlí'04
Ágúst'04
September'04
Október'04
Nóvember'04
Desember'04
Janúar'05
Fólkið á klakanum

Tékk it át
Atli
Beta Gyðja
Einar
Erna Gyðja
Eyrún P. Gyðja
Gyðjurnar
Hildur Gyðja
Ingibjörg Gyðja
Ingó-Felgur
Lára Gyðja
Lára á Nasa
Sigrún
Sólrún
föstudagur, október 22, 2004
Seint skrifa sumir en skrifa þó.... !!!

Ég hef nú ekkert verið buissy, bara ekki nennta að skrifa daglegu rútínuna hér inn...
Kíkti til Noregs um daginn (13.-19.okt) svona aðeins að slappa áður en ég tek aðra dugnaðartörn í skólanum. En ég hef verið alveg einstaklega löt og ó-dugnaðarforkur það sem af er annarinnar. Stefni á að breyta því og fara aðeins að passa uppá þetta. Ekki að ég nenni ekki að læra... NEEEEi , ég bara einhvernveginn er alltaf upptekin við að gera einhvað annað, ekki einhverja merkilega hluti, en það er bara einsog skólinn gleymist. Já leið Náttúrunnar til að vera hamingjusamur???
Noregur !
Halla frænka og Frank komu og sóttu á flugvöllinn og þaðan var tekið strikið á næsta hótel. (og ég þarf auðvitað ekki að taka fram að tappinn fór ekki aftur á Baileys flöskuna - nei once u pop u can't stop, nú var ekki aftur snúið...). Þetta líka skítsæmilega hótel (MEÐ ENGUM MINI-BAR). Frank misheyrði númmerið á herberginu og skildum svo ekkert í því að lykillinn virkaði ekki. Skúringardama var nærstödd og var svo elskulega að opna herbergið fyrir okkur og þá kom í ljós að það var ekki allt með felldu.. neinei, búið að sofa í báðum rúmunum og já það verður að segjast við vorum AULAR !!! En til mikillar lukku voru herbergiseigendurnir ekki á staðnum svo við létum okkur hverfa aftur niðrí lobbý svo lítið bæri á. Jú við fundum herbergið á endanum stórslysalaust. Fyrstu þrjá dagana (dagarnir sem ég var hjá Höllu og Frank) vorum við á tveim hótelum og einu sinni á tjaldvagna-plássi. Þau eiga Rottweiler hund sem er bara fallegasti hundur sem ég hef einhverntíman séð. Sætt andlit, sterklega byggð og alveg ótrúlega ljúf. Svo heitirn hún Mus ("Mús"), oh geðveikur hundur. (Okey það er ÖMURLEGT LAG í útvarpinu "I get over you, I know I will"-hver hleypti þessum manni inní stúdíó ?). Ji Eftir dvölina hjá frænku, á föstudegi, fór ég til Halden (bærinn þar sem ég bjó 6 mán. 2002) þar sem við (ég og Jóndli frændi sem býr í Halden) byrjuðum á að borða ljúffenga pizzu á Flamenco. Svo var bara keyrt upp stemmarann og djammað fram á rauða nótt... Eða eiginlega gafst ég upp kl.1. og Jóndli frændi líka. (Orsök : Ofþreyta eftir keyrsluna með henni Höllu frænku). Laugardagskvöldið fór aðeins betur (æ flóki er sofnaður með gogginn undir væng - hann er yndi), ég entist til lokunar (sem er rúml. 3) og rölti svo í leigubílaröðina þar sem ég deildi svo taxa með norskum strák sem ég hef aldrei séð áður. Já og græddi meiraðsegja á því. Hann átti bara að borga helminginn sem var 42kr. þar sem hann fór út. En kauði henti í mig 100... Ég reyndi að útskýra fyrir honum að hann ætti bara að borga 42 og hann bara neinei neitaði að fá til baka. Heildarupphæðin var einhvað um 87 - svo þarna græddi ég 13kr = 137 ísl.kr. takk fyrir. Á Sunnudaginn fór ég í lestarferð til Lilleström (rétt hjá Oslo)og heimsótti bróa og eyddi með honum restinni af fríinu, fram á þriðjudag. Já já já, Hakúna Matata - engar áhyggjur.
Debetkortið mitt, hleðslutækið fyrir símann, energy breezerinn (Marbert-ilmur),ein peysa og nokkrar rakakremsprufur og örugglega einhvað meir - varð allt eftir í Noregi, sum Hjá Höllu og sumt hjá Bróa...Ég lifi samt af og horfi bjartsýn fram á veginn - Thing's gonna change !!!
Já að lokum ætla ég að segja ykkur að það er veruleikaþáttur í Noregi sem heitir Farmen (bóndabærinn), þar sem er svona einhað "heilsu" thing, bannað að reikja og svona. Og hvað haldiði ekki að við ÍSLENDINGAR eigum mann í innsta hring. Jú 48 ára gamall síðahærður, 1,60m hár, ÍSLENSKUR kall með mottu er einn þáttakendanna. Reyndar ekki lengur þar sem hann var rekinn í burt, fyrir það eitt að haga sér einsog týpískur íslendingur...víkingur ??? Hann var rekinn fyrir að fara á næsta bæ (í víking)og STELA sér sígó - en það hefði alveg sloppið. Það var svo þegar einhver af með-þáttakendunum, ein stelpa, sem var einhvað að skammann "af hverju varstað þessu" og einhvað - Þá snappaði víkingurinn, öskraði og öskraði og öskraði, með þvílíku andlitsgrettunum. Inn á milli mátti greina "jævla hora"(helvítis hóra) og svo fór hann að blóta á íslensku (helvítis mellan þín, blablabla o.s.fr.) og einhversstaðar í hita leiksins sló hann hana - svo það gerði út slagið - víkingar eru ekki velkomnir í Veruleika þætti !!! Hann heitir Helgi Björgvin Ásgeirsson og
hér getiði kíkt á video-kynninguna hans þar sem hann segir á mjög íslenskri norsku "ef einhver prófar sig á mér, ruglar í mér, þá fær hann það 3 sinnum til baka...ekki tvisvar...3 sinnum til baka"...Þetta ætti að duga í bili... Ég er farin að endurnýja ökuskírteinið mitt takk fyrir !!! ciao ciao

|Diljá Depp|föstudagur, október 22, 2004| |

mánudagur, október 04, 2004
JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ

Tilraunin á þriðjudagskveldið gekk ekki alveg sem skildi... en ég tók upp þráðinn þar sem frá var horfið á miðvikudaginn og svaf ekki dúr. Ég hugsaði dæmið samt ekki alveg til enda því á fimmtudaginn þurfti ég að læra fyrir sálfræði próf sem jújú gekk alveg. Ég verð eiginlega að andmæla því að þetta sé góð aðferð og legg frekar til að þið liggið andvaka uppí rúmi þangað til þið getið sofnað...
En ég er að fara á staffa djamm á Tapas í kvöld og held það verði heavy gaman ... Byrjum á að fara út að borða á skólabrú og gaman gaman
en ætli ég þurfi ekki að farað leggja mig svo ég geti mætt hress í kvöld

HAKÚNA MATATA

|Diljá Depp|mánudagur, október 04, 2004| |



HUNK
Hunk allra Hunka !!!
Hunk-inn að þessu sinni hefur oft verið kallaður
"the sexiest man alive" og ber þann titil með rentu.
Hann hefur leikið í samtals 37 myndum og þess má til gamans
geta að hann lék í fyrstu myndinni sama ár og ég fæddist (1984)
Hann hefur hlotið 25 tilnefningar til alskonar verðlauna m.a.
Oscar, Golden Globe og Bafta film Award og á Hollywood film festival
2003 var hann verðlaunaður sem "Actor of the year".

Þó hann sé mest þekktur fyrir leiklistina hefur hann fengist við
ýmislegt annað s.s.fyrirsætustörf fyrir H&M,spilað á gítar í Oasis lagi,
og leikstýrt tónlistarmyndböndum. Já honum er margt til lista lagt
og það er ekki nóg með að hann sé alveg ótrúlega hæfileikaríkur og
good lúkking heldur er hann líka kærastinn minn fyrir þá sem ekki vita.
Hann á einmitt 41 árs afmæli núna 9. júni (miðvikudagur) og aldrei að vita
nema hann verði á landinu og maður hafi einhvað smá gigg í tilefni dagsins.

Kíkið á fyrrum "hunk" HÉR