Hver á síðuna ?
Nafn: H.Diljá J.
Aldur: Ég er 20!
Búseta: í Grafarvogi
Skóli: Nemi í Borgó
Vinna: Sambíóin og Tapas barinn
E-mail: helga_dilja@hotmail.com
Sími: 864-7363

Favorite
Mynd: Star Wars
Matur: Kebab-Pizza
Staður: McDonald's
Dýr: Hvítur Tígur
Drykkur: Gin í Tonic
Þáttur: BLUSH :Just shoot me
Litur: Bleikur og Blár

Links
Myndaalmbúmið
Sam-vinnumyndir
Bland í Poka
80's Gyðjur
Bústaða afmælið!
Bókhlaðan!
MATARBOÐIÐ
Fyrrum Gullkorn
Bland í poka 2
SUMARIÐ 2004

Archives
Janúar'04
Febrúar'04
Mars'04
Apríl'04
Maí'04
Júní'04
Júlí'04
Ágúst'04
September'04
Október'04
Nóvember'04
Desember'04
Janúar'05
Fólkið á klakanum

Tékk it át
Atli
Beta Gyðja
Einar
Erna Gyðja
Eyrún P. Gyðja
Gyðjurnar
Hildur Gyðja
Ingibjörg Gyðja
Ingó-Felgur
Lára Gyðja
Lára á Nasa
Sigrún
Sólrún
sunnudagur, ágúst 29, 2004
Nýtt útlit !!!

Ég er búin að gera lítilsháttar breytingar á síðunni minni og glöggir sjá að það er einungis breytt mynd í bakgrunninum. Nú er komið haust og stutt í veturinn svo ég ákvað að setja Hawaii lúkkið aðeins á hilluna.
Hvernig líst ykkur á ?

Svo að lokum verð ég að leggja til að þetta verði næstu bíó-búningarnir :


|Diljá Depp|sunnudagur, ágúst 29, 2004| |

miðvikudagur, ágúst 25, 2004
12

Já ég stefni á að fljúga á vit þess afslappaða í desember næstkomandi, þ.e.a.s. ef allt gengur eftir óskum...
En ég hef einungis fengið úthlutað 18 einingum, sem ég er ekki alveg sátt við þar sem ég sótti um 25. Bara var einhvað of sein með töflubreytingarnar og þ.a.l. fylltist uppí einhverja kúrsa og ég þarf að sitja hjá. Þetta er samt ekki endaleg niðurstaða en hana fæ ég á föstudaginn (sennilegast)- Gæti verið að ég fái einhvað í viðbót .

MENNINGARNÓTT !!!
Já nú bíður fólk ábyggilega spennt. Hvað gerði Diljá af sér á Mennigarnótt ?
SVAR : Ég missti af menningarnótt. Heilsan var aðeins að stríða mér og svei mér þá ef ég ætti ekki bara að farað minnka við mig vinnu. Svo stefni ég bara á (bak)meðferð í janúar...ef það truflar skólann ekki of mikið.

MIG VANTAR LEIGUÍBÚÐ Í GRAFARVOGI !!!
En samt langar mig eiginlega meira að kaupa... Helds samt að Ma og Pa lítist ekki á að ég kaupi mér strax, og auðvitað er það töluvert meiri skuldbinding. En ég veit bara ekkert hvar ég á að leita að leigu íbúðum ? Kíkti á Mbl. og Kassi.is en varð ekkert rosa mikils vís... Ég er kannski ekki nógu mikið netnörd ? Veist þú kæri lesandi hvar grasið grær á þeim markaðnum ? Þá vinsamlega skildu eftir skilaboð....("eftir að hljóðmerkið heyrist"mundi einhver segja sem héldi sig fyndinn.)


|Diljá Depp|miðvikudagur, ágúst 25, 2004| |

mánudagur, ágúst 23, 2004
Skólinn bara beint í æð !!!

Mæti í fyrsta tímann klukkan 10 mínútur yfir átta í fyrramálið. En þrátt fyrir að skólinn sé byrjaður þá er ég ekki búin að kaupa allar bækurnar og ef einhver á eftirfarandi bækur þá má sá hinn sami hafa samband eða skilja eftir komment.:

Ný ensk málfræði fyrir framhaldsskóla
First Certificate Masterclass
Óvinafagnaður e. Einar Kárason
Uppeldi, eftir einhverja kellingu
Og bók fyrir náttúrufræði 123 .

En allt gott tekur enda og ég þarf að keyra heittelskaðan bróður minn í flug klukkan hálf sex í fyrramálið. Þar með verður hann floginn til fyrirheitna landsins, Noregs og ég sé hann ekki næsta hálfa árið að minnsta kosti. Sökum þessa ætla ég að fara að leggja mig.


|Diljá Depp|mánudagur, ágúst 23, 2004| |

föstudagur, ágúst 13, 2004
FYLLERÍ !

Vá hvað ég datt alveg óvart í það á fimmtudaginn. Ég segi það alveg óplanað. Kíktum í nauthólmsvíkina í glansandi góðu veðri maður um tvö leitið, með bróa, og auðvitað urðum við að fá okkur sinn hvorn tvo bjórana í þessu svaka veðri. Jájá, heyrðu svo bara líða klukkutímarnir og við kíkjum í grill hjá félaga hans. OG svo bara fyrr en varir erum við bara öll alveg CRAZY FULL heima hjá Kidda (félaga bróa-sem er crazy frábær) og já já það varir alveg upp undir morgun. Það mest skemmtilega crazy var þegar ég var alveg að sofna og fer í sakleysi mínu að sofa í risa king size rúmi ( þar sem eru bara svo það verði örugglega enginn misskilningur, tvær sængur og tveir koddar og læti) já já og Kiddi fær sem sagt að leggja sig á hinn endann á risa rúminu. NEi nei, brói var orðinn svo létt nett geggjaður á því að hann hélt að við værum komin í einhvern grófann pakka þarna inni maður, jájá, einhvað sem minnti hann á einhverja mjög mjög DIRTY klámmynd. (Hafa það á hreinu að við vorum bæði grjót-sofandi, á sitthvorum endanum á rúminu, með sitt hvora sængina), ýmindaraflið hljóp með hann í feitar gönur maður. Brói fer á einhvern svaka bömmer ríkur út og keyrir alveg piss fullur á mínum bíl niðrí bæ og fær þar að hringja hjá vini sínum.
Diljá : Halló
Brói : Hæ maður
Diljá : Hvar ert þú eiginlega, ertu með bílinn MINN ?
Brói : Já ég meikaði þetta ekki maður, þið bara í einhverjum klámmynda pakka og bara....
Diljá : Ha, ertu að horfa á klámmynd ?
Brói : Nei þið Kiddi maður sjit sko ég meikaði þetta ekki !
Diljá : You crazy...múhahahahahahahaha
Ég get sagt það með góðri samvisku að sjaldan hef ég hlegið eins mikið og sjaldan hef ég skemmt mér eins oft sama daginn við að rifja upp sömu söguna, þessi saga hefur fengið ófáa til að brosa í dag. Vá maður það sem strákurinn var að gera það gott. CRAZY !
JÁJÁ, svo leið föstudagurinn í dag bara í einhverri þynku og ferskleika.
Heyrðið svo er eitt maður. Ég verð með DJ í afmælinu mínu maður sjit, bara allur pakkinn ! Og gaurinn er að búa til sick flotta tónlist og við getum verið hennar ánægju aðnjótendur.
Crazy crazy creis !


|Diljá Depp|föstudagur, ágúst 13, 2004| |

þriðjudagur, ágúst 10, 2004
CRAZY CRAZY !

Vá hvað það er gott að vera hætt að vinna á næturnar. Ég finn það bara núna. Ég var nebbla að vinna á Nasa á GAY-PRIDE balli Páls Óskars, alveg til hálf sjö. Dagurinn eftir var alveg í flækju og maður er eiginlega að rétta sig af alveg í nokkra daga. Maður einhvern veginn finnur ekki muninn fyrr en maður prófar þetta svona aftur. En jæja hvað gerir maður ekki fyrir smá aukapening inn á milli. (ALLAvega sel mig ekki einsog þessi hér)
Ég fann skýringu á árásahneigð páfagauksins míns á netinu, hún er sú að hann er á einhverju ákveðnu þroskastigi og þ.a.l. er eðlilegt að hann geri flugárásir og bíti til blóðs og fl.skemmtó.
ÉG ER AÐ HALDA UPPÁ AFMÆLIÐ MITT Á LAUGARDAGINN - Og ef ég hef gleymt að bjóða þér þá er það misskilningur sem má leiðrétta. Allt bíófólk velkomið og miklu fleira til.
Ég átti hins vegar afmæli 28.júlí en hef ekki getað haldið uppá það fyr, sökum fjár- og tímaskorts. Og eitt er víst að allavega verður hennar Láru Lopez sárt saknað í þeim gleðskap þar sem hún er flutt til Danmerkurinnar og kommentaði auðvitað hér á síðustu færslu frá Danmörkinni og það er ekki laust við að ég sé doldið öfundsjúk. Ekki af því að mér langar til Danmerkur heldur af því að það er svo rosalega gaman að láta einhverja svona drauma rætast og að flytja til annars lands tímabundið er bara það skemmtilegasta sem ég hef upplifað hingað til. Já góða skemmtun Lára og Gangi þér vel í skólanum:)
En í leiðinni eru svona útlandasögur líka doldið uppörvandi fyrir skólann - Því fyrr sem ég klára skólann, því fyrr get ég gert einhvað svona. Allt að gerast.
Búin að gera við drusluna mína og nú á ég bara eftir að taka til allt Þjóðhátíðaruslið sem er í henni eftir hann bróðir minn (sem er fyrir þá sem ekki vita í mínum verkahring) og þá verður bara hann Sebastían orðinn nokkuð fínn. Hver vill koma í bílferð ?

Heyriði ég hlakka til að sjá alla á laugardaginn ;) ciao ciao.


|Diljá Depp|þriðjudagur, ágúst 10, 2004| |

mánudagur, ágúst 02, 2004
LIFE IS LIKE A BOX OF CHOCOLATES...

Ég ætlaði nú bara að vera spök, vinna uppí bíó og kíkja kannski á kaffihús eða einhvað rólegt á laugardegi...En það er nú alveg frábært hvernig lífið kemur manni stundum í opna skjöldu...
Ég vill meina að ég hafi ekki átt neinn þátt í þessu...
En ég dúkkaði víst upp á Akureyri um helgina já já og það var engin smá stemmari. SJIT eiginlega Besti stemmari sem ég hef upplifað. Þvílíku ævintýrin. Ég var sko bitin af GEITUNGI innan á vörina takk fyrir og hitti síðan einhvern tólf ára geðsjúkling sem elti mig og frænku eftir allri göngugötu á Akureyrar með einhverjar furðulegar aðdróttanir, kallandi einhvað um erótískt nudd og slíkt. Those "out-of-town-ers" are crazy.
Vá - Bara allir sem voru að tjútta á Akureyri : Takk æðislega fyrir frábæra stemningu og GRÍÐA-gleði.

Klóstin voru reyndar í meira lagi ógeðsleg, eiginlega hef ég ALDREI orðið vitna að öðrum eins sóðaskap...sko DEM FOKK SJIT (takk Pétur)

Íslenskar stelpur eru um allan heim þekktar fyrir að vera lauslátar og algjörar hórur og þessi hérna er lifandi dæmi um það. Þetta er einhver íslensk stelpa sem býr einhversstaðar í útlöndum og hefur lifibrauð af því að selja sig - Svo bloggar hún um þetta alltsaman einsog þetta sé bara jafn normalt og að vinna í bakarí. Ég persónulega botna ekki þetta sjónarmið hennar og ef einhver skilur það þá endilega skrifa komment og útskýra fyrir mér - Takk fyrir !

The one and only Sasha var að spila á Nasa í gær og me and my bro' Tryggvi kíktum. Og vitið menn, fyrr en varði var ég alltí einu bara byrjuð að vinna-Já mér sem sagt bara plantað í vinnu í staðinn fyrir að tjútta með bróa- Síðan eftir vinnu beið ég eftir bílstjóranum mínum í 1 og 1/2 klukkutíma úti í rafmagnslausum og ísköldum bíl. Var farin að sofa klukkan hálf tíu og fékk alveg tveggja og háls tíma svefn...JIBBI..svo er ég að vinna í 12 tíma í dag...JIBBI...Já svo prísa ég mig bara sæla fyrir að það séu hjól undir stólnum hérna í vinnunni þar sem ég er með feitustu beinhimnu-bólgu í heiminum í báðum sköflungum...DEM FOKK SJIT (á la Pétur) svo ég rúlla mér bara hér fram og til baka - Vei I'm in a wheel chair - En ég brosi samt í sálinni því það verður flott að fá útborgað næst :)

...YOU NEVER KNOW WHAT YOU'RE GONNA GET


|Diljá Depp|mánudagur, ágúst 02, 2004| |



HUNK
Hunk allra Hunka !!!
Hunk-inn að þessu sinni hefur oft verið kallaður
"the sexiest man alive" og ber þann titil með rentu.
Hann hefur leikið í samtals 37 myndum og þess má til gamans
geta að hann lék í fyrstu myndinni sama ár og ég fæddist (1984)
Hann hefur hlotið 25 tilnefningar til alskonar verðlauna m.a.
Oscar, Golden Globe og Bafta film Award og á Hollywood film festival
2003 var hann verðlaunaður sem "Actor of the year".

Þó hann sé mest þekktur fyrir leiklistina hefur hann fengist við
ýmislegt annað s.s.fyrirsætustörf fyrir H&M,spilað á gítar í Oasis lagi,
og leikstýrt tónlistarmyndböndum. Já honum er margt til lista lagt
og það er ekki nóg með að hann sé alveg ótrúlega hæfileikaríkur og
good lúkking heldur er hann líka kærastinn minn fyrir þá sem ekki vita.
Hann á einmitt 41 árs afmæli núna 9. júni (miðvikudagur) og aldrei að vita
nema hann verði á landinu og maður hafi einhvað smá gigg í tilefni dagsins.

Kíkið á fyrrum "hunk" HÉR